Sameiningin - 01.03.1941, Side 11
41
hverfðust og urðu “óvinir lcross Krists,” kærleikurinn til
þeirra og meðvitundin um ófarir þeirra olli sársaukanum.
Hefir það valdið okluir slíks sársauka, að vita til þess að
fólk okkar þjóðar hafa gjörst fráhverft krossi Krists, og að
unnið hefir verið að því að sem flestir mættu verða það?
Nú eigum við vitnisburð eins okkar merkasta manns,
Hallgríms Péturssonar, samhljóða vitnisburði postulans.
Hásöngur hans um krossinn Krists hefir um langan aldur
snortið hjörtu allra kristinna íslendinga og verið þeim
dýrmæt eign, sem tengt hefir hjörtu margra sterkari lífs-
tengslum við hinn krossfesta Jesúm Ivrist og varið marga
sál frá því að láta skeika frá honum þrátt fyrir andblástur
æstan úr ýmsum áttum. Talið er af mönnum kunnugum
að Hallgríms Píslarsálmar hafi verið þjóðinni, á erfiðustu
tímum hennar, styrkur lífs og sigurafl. Við það er kannast
enn að þjóðin eigi í sálmum þessum ómetanlegan fjársjóð, og
minning Hallgríms í heiðri höfð og það á sérstakan og mjög
viðeigandi hátt, með því að reisa honum kirkju sem minnis-
varða. Er slíkt einsdæmi á íslandi að því eg veit, og sýnir
í hvílíkum hávegum minning hans er höfð, þótt, að því er
mér virðist, prédikun Krists hins krossfesta skipi ekki það
öndvegi, sem hún átti hjá Hallgrími Péturssyni.
Eg vil nú láta hann syngja. Og er ósk mín og bæn, að
söngurinn hans mætti enn snerta til lífs hjörtu margra,
helzt allra, á meðal okkar. Hann söng og við höfum verið
að syngja með honum:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Drottinn, þess eg beiði,
frá allri villu ldárt og kvitt
krossins orð ]>itt útbreiði.
Æ, að svo mætti verða hér ineð okkur Vestmönnum,
eins lengi og íslenzk tunga er töluð. Og eins þó um tungu
sé skift.
Hallgrímur Pétursson vill vera hjá krossinum Krists.
Þar á hann heima og þar er hann meðan hann svngur sálm-
ana sína. Þar kviknar og lifir söngurinn hans til dýrðar
honum, sem krossfestur hafði verið. Þar nær hann sínum
hæstu tónum.
Kem eg nú þínum krossi að,
kannastu, Jesú minn, við það;