Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 12
42
syndanna þungi þjakar mér,
þreyttur eg nú að mestu er.
(P.S. 40, 9)
Þar iétti af honum þunganum og honum varð léttara.
Þar festi bú í hjarta hans sálarfriðurinn og sælan. Það var
eins og með Kristinn í Pílagrímsförinni. Bagginn hans
þungi vaít af honum þegar hann kom auga á krossinn.
Þangað var trúarsjón Hallgríms l>eint, og þar fann hann
fögnuð hjartans og lind lífsins.
Eg lít heint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hrvgðin særir;
í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir;
sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjarta mitt,
o:g nýjan fögnuð færir. (37, 10)
Og
Tæpti eg mínum trúarstaf
á tréð, sem drýpur hunang af,
sjón hjartans öllu angri í
upplýsist, nær eg smakka á þvi.
Þegar mér ganga þrautir nær,
Þér snú þú til mín, Jesú kær,
hjartað hressir og huga minn
himneskur náðarvökvi þinn.
(32, 21, 22)
Um fórnarblóð Jesú á krossinum syngjur hann með
hugann við líking jiess við vatnið sem flóði út til ísraels
húða, þegar Móses sló á klettinn, og “hresti þvrsta, þjáða,
lúða, þeim svo nýja krafta bjó”:
Við þennan brunninn þyrstur dvel eg,
þar mun eg nýja krafta fá,
í þessi inn mig fylgsni fel eg
fargar engin sorg mér þá,
sælan mig fyrir trúna tel eg,
hún tekur svo Drottins henjum á.
(47, 17)
Sem næst krossinum vill hann vera bæði í lífi og dauða,
því ])á getur hann lifað og dáið sæll: