Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 3
H>ametmngtn Mánaðarrit til stuðnings kirhju og lcristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. RITSTJÓRAR: Séra Kristinn K. Ólafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Valdimar J. Eylands, 776 Victor St„ Winnipeg, Man., Can. Féhiröir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 57. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL, 1942 Nr. 4 Sigur lífsins (HUGLEIÐING) Eftir séra SigurS Ólafsson Einn af skáldsagnahöfundum íslenzku þjóðarinnar lýs- ir hinum ægilegu eldsumbrotum, sem áttu sér stað á ætt- jörð vorri á 18 öld; hann útmálar með nákvæmni hvernig að öfl eyðileggingar brutust út með ógnum og ofurmagni, er orsökuðu það að fjöldi fólks flýði frá heimilum og öllu sínu í fjarlæg héruð. Síðari hluta sögu sinnar nefnir hann “Sigur lífsins”: Aflið, sem knúði eld úr iðrum jarðar eyddi mætti sínum, sár foldar tóku að gróa, menn bygðu upp heimili sín á ný, með vorhug og nýjum vonum. Máttur hins illa virðist stundum óstöðvandi eins og' eldsumbrot jarðar. Undanfarandi vikur hefir kristið fólk dvalið í huga við þær ægilegu hatursöldur, sem brotnuðu á honum, “sem var hógvær og af hjarta lítillátur,” sem gekk í kring og gjörði gott”; honum sem var “guðslamb og bar heimsins synd.” Eftir krossdauða hans standa óvinir hans höggdofa, með vopnin slegin úr höndum, sér. Deyjandi hafði hann beðið fyrir þeim. Aldrei hefir ósigur fullkomnari verið en var á meðvitund þeirra, er þeir sneru baki við Golgata á föstudaginn langa. En sigurgleði fagnaðarerindisins nær hæstum tónum í sigurhrósi páskaboðskaparins. Látum þá myndir úr reynslu lærisveina hans hinn fyrsta páskadag, svífa fyrir sjónum vorum um örlitla stund.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.