Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 13
59
garð Berggrevs biskups fyrst opinberlega í ljós. Þann dag
var Kvisling settur í embætti sem forsætisráðherra Noregs,
og hinn þýzklundaði alræðismaður Terboven hélt ræðu
þar sem hann þóttist fletta ofan af pólitískum leynibrögð-
um biskups, og þess hluta klerkastéttarinnar, sem fylgir
honum að málum. Um leið voru þau lög gjörð heyrin kunn
að öll börn og unglingar yfir tíu ára að aldri væru skyld
að ganga í æskulýðshreyfingu ríkisins, hvort sem foreldrum
þeirra félli betur eða ver. En þessi norska æskulýðsbreyf-
ing er nákvæm stæling á samskonar hreyfingu með þýzkum
nazistum. Þessu valdboði mótmælti Berggrev biskup kröft-
uglega með bréfi 14. febrúar, og fjölmargir aðrir leiðtogar
kirkjunnar.
En það sem reið smiðshöggið í þessari baráttu mun þó
hafa verið guðsþjónustan í Þrándheims dómkirkju fyr-
nefndan sunnudag, 1. febrúar s.l. Dómkirkjuprestinum,
Dr. Fjellbu var skipað að víkja frá við hámessu dagsins, til
þess að gefa Blessing Dahl, gæðing Nazista, tækifæri til ao
prédika. Þegar svo Dr. Fjellbu hóf guðsþjónustu sína eftir
hádegið sama daginn kom lögreglan á vettvang, lokaði
kirkjudyrunum, og skipaði fólkinu að fara heim. Einn af
þeim, sem viðstaddir voru lýsir þessum einstæða viðburði í
kirkjusögu Noregs á þessa leið: “Það var enginn múg-
menskubragur á þessum kirkjugestum, svo þess þyrfti með
að kalla á lögregluna. Þarna voru þúsundir kristinna
manna og kvenna, þar á meðal flest allir prestarnir úr
Þrándheimsbiskupsdæmi, og biðu eftir því að komast inn í
kirkjuna og neyta þar heilagrar kvöldmáltíðar. Þetta var
einkennileg og ógleymanleg stund. Við skulfum af kulda
en gátum blátt áfram ekki hreyft okkur úr stað. Okkur
fanst við verða að láta í Ijósi tilfinningar okkar á einhvern
hátt. Alt í einu heyrðist rödd utan úr þrönginni, og allir
tóku undir eins og sjálfkrafa: “Vor Guð er borg á bjargi
traust.” Þarna stóðu þúsundir manna berhöfðaðir í kuld-
anum, og sungu þennan fornfræga sálm Lúters, og aldrei
hefir mér fundist hann voldugri og dýrlegri en einmitt
þessa stund, er við stóðum umkringdir af einkennisbúnu
og vopnuðu lögregluliði Kvislings. Þar næst var þjóðsöng-
ur Norðmanna sunginn, og svo dreifðist mannþröngin um
víða vegu.”
Þegar saga þessa stríðs verður skráð hlýtur sjálfstæðis-
barátta Norðmanna að verða þar ofarlega á blaði. En sú
saga verður aldrei í letur færð án þess að sögð verði sagan