Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 12
58 Kirkja Noregs og Kvisling Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika í flutningi frétta úr hernumdum löndum Hitlers hefir sú fregn borist út að Eivind Berggrev, hinn mikilhæfi erkibiskup Norðmanna hafi sagt embætti sínu lausu með bréfi til Kirkjuráðsins dagsettu 24. febrúar s.l. Tveimur dögum seinna var hann svo formlega rekinn frá embætti, og sviftur embættisheiðri sínum, titlum og valdi. Ber nú að skoða hann sem “prívat” mann, samkvæmt yfirlýsingu nazista. Meira en lítið hlýtur hann þó að teljast hættulegur, því að svo var honum fyrir lagt, að gjöra lögreglunni í Oslo aðvart um verustað sinn og athafnir tvisvar á hverjum sólarhring, unz hann var tekinn fastur og settur í gæzluvarðhald, þar sem hann nú dvelur. Ef til vill þykir það ekki miklum tíðindum sæta á þess- um dögum þótt einhver biskup segi lausu starfi sínu, eða sé frá því rekinn. Er það ekki ógnar auðvirðileg frétt í samanburði við fregnirnar af heljarslóðum Kyrrahafsins, á Indlandi, Rússlandi eða Afríku, þar sem þúsundir manna láta lífið daglega? Víst mun það virðast svo í fljótu bragði. Þó er vert þess að gæta að bardagar þeir, sem vér lesum um daglega, eru ekkert takmark í sjálfu sér. Þeir eru að- eins örlítill þáttur í hinni geysilegu baráttu, sem nú er háð út um allan heiminn fyrir frelsi og almennum mannrétt- indum. Sú barátta er háð ekki aðeins með eldi og stáli, heldur einnig með vopnum andans. Með þeim vopnurn hefir Berggrav biskup barist lengi og drengilega, og hefir nú lagt embætti sitt og frelsi á fórnarstall frjálsra hugsjóna. Alt frá því að Þjóðverjar brutust til valda í Noregi hefir Berggrev biskup verið einskonar persónugervingur hins norska þjóðaranda, sem ekki vill láta kúgast eða þræl- bevgja sig fyrir Kvisling og skoðanabræðrum hans. Hið persónulega töframagn þessa manns, eldheitur áhugi hans fyrir málum kirkjunnar, og miklir hæfileikar, voru iöngu kunnir áður en hann hóf þessa síðustu baráttu sína fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar og kirkju. íslenzkum lesendum mun hann að nokkru kunnur af bókinni “Hálogaland” sem út kom á íslandi fyrir skemstu, og um hann fjallar og starf hans meðal Lappa og Finna í nyrztu héruðum Noregs. Sunnudaginn 1. febrúar í vetur kom andúð nazista í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.