Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 9
55 tekið var á móti offrinu. Það var allmikið meira en áður hefir verið síðan eg kom hingað, jafnvel meira en á jólun- um. Ýmsa gamla vini hitti eg við þessa guðsþjónustu, sem unun var að sjá. Kona var þar, sem eg hafði fermt á Gimli. Nú voru 35 ár liðin síðan hún hafði séð mig, en guðsþjónustunnar naut hún eins og hún hefði aldrei farið burt frá íslendingum. Hún á nú heima í Victoria. Sumt fólk var þar sem eg aldrei hafði séð áður og var einnig unun að kynnast því. Hvað er að segja um áhrif guðsþjónustunnar? Þar get eg auðvitað ekkert sagt, því Guð einn er hjartnanna rann- sakari”; en í fávizku minni virtist mér þarna vera sönn guðsþjónusta. Önnur páskadagsguðsþjónusta hófst hér í Vancouver á undan þessari, og stendur sú guðsþjónusta yfir enn; en það er upprisudýrðin á náttúrunni. í febrúar sá eg litlar blóm- krónur fast niður við moldina, vera að opna sig mót sólar- geislunum. Þar voru blá, hvít og gul blóm. Síðan hefir þetta stöðugt haldið áfram. Þetta er dásamlegt blómaland. Mikið af blómum er hér í moldinni í görðunum allan vetur- inn, og svo eru þau, þegar vorar, smátt og smátt að opna dýrð sína mönnunum til ununar. Knapparnir geyma lauf- in og blómin yfir veturinn. Þar fá þau fullkomna varð- veizlu, “hvílurúm værast.” Þar er þeim búið “svefnhús sætt” þangað til upprisuengillinn kemur til þeirra á vorin. í hinni mestu kyrþey rísa þau af dvala, nudda stýrurnar úr augunum, finna vængjaþyt blíðviðrisins, opna svolítið dyrn- ar á svefnhúsinu. “Skoðið akursins liljugrös, hversu þau vaxa,” sagði Frelsarinn. Þau vaxa jafnvel áður en þau komast út úr svefnhúsinu sínu. Á sínum tíma komast þau út og syngja Guði lof og dýrð með fegurð sinni. Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa.” Ekki er minni lofsöngur blómanna. Enska skáld- ið Chaucer, þegar hann er að lýsa fögrum degi í apríl- mánuði, sagðist nærri því hafa trúað því, að hann hafi heyrt laufin og blómin vaxa. Víst er um það að óður lífs- ins heyrist í öllum þeim sálum, sem finna Guð í tilver- unni. Hver sem eyru hefir, hann heyri, hvað blómin syngja á vorin. Hver sem augu hefir, hann sjái dýrð Drottins í því sem vex á jörðunni. “Ó, sjá þú Drottins björtu braut,” eining í upprisu náttúrunnar. Eg sagði: hér er mikið af blómum: mesti sægur blóma,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.