Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 15
61 málinu. Landrán Japana í Kína og einkum í Filippíu- eyjunum hefir stórum aukið tölu þeirra er kaþólskir teljast undir yfirráðum Japana. Þessvegna taldi páfastjórnin sér óhægt um að neita að taka við hinum japanska sendiherra, þrátt fyrir kröftug mótmæli frá Washington og London, og mikla óánægju á ýmsum svæðum sem Japanir hafa her- numið þar sem kaþólskir menn dvelja, eins og t. d. í Kína og í Filippíu eyjunum. Meðan á samningum stóð milli Japana og páfaríkisins réru Þjóðverjar og ítalir öllum árum til þess að fá sendiherran frá Japan viðtekinn og viður- kendan sem fulltrúa kaþólskra manna í löndum hins skakk- eygða keisara. Alt er þetta ömurlegur skrípaleikur, fals og fláræði. Japanir vita á sig sökina um óhæfilega framkomu við kristna menn í þeim löndum, sem þeir hafa hernumið, og sama hátt og nazistar í Evrópu. Nú efna þeir til sambands við páfastólinn til þess að þvo hendur sínar, og hnekkja því ámæli að þeir séu að berjast á móti kirkju og kristin- dómi. Leiðtogar Þýzkalands og ítalíu láta sem sér sé ant um að páfinn haldi valdi sínu og virðing, en um leið þykj- ast þeir hafa það fyrir satt að páfinn sé að efna til sam- bands við erkióvin kristni og siðgæðis-Stalin-fulltrúa og talsmann kommúnismans. Með þessu hugsa þeir sér að gjöra páfann tortryggilegan í áliti kaþólskra manna um heim allan, hnekkja þannig sjálfir valdi hans, en kenna Stalin um. Hvaða leik páfastóllinn sér hér á borði er þeim ekki ljóst, sem þetta ritar. Hann virðist ekkert geta grætt, en má eiga þess von að bíða tjón á sálu sinni í þessu makki við völd myrkranna. —V. J. E. Vor þjóðararfur Þjóðar-arfur æðstur, beztur, Andans fjörvi, líf ei brestur, Orkugeymir mannlífs mestur, Eilíft því að á hann hnoss. Tímans tönn því enginn eyðir, Öllu veg til heilla greiðir, Beinir jafnan lífs á leiðir, Merkið helga Krists er kross.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.