Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 11
57 verið sleginn með því að Guð hafi ekki skapað himinn og jörð og því einnig, — að Jesús Kristur sé ekki Guðs sonur. Það hafa verið lögð fyrir mig andatrúarrit, og það hefir verið lagt að mér að sinna þessu og hafna hinu. í nauðum hefi eg þá verið staddur með sálarlíf mitt, og eg hefi beðið Guð að gefa mér ljós trúarinnar. Einmitt þá var líkami rninn veiklaður og þjáður og eg bað Drottin Jesú Krist að gefa mér ljós frá líknarkrafti sínum. Eg bað Hann á hverjum morgni að gefa mér heilsubata. í þeim bænum mínum hlaut eg sálarfrið, og í eitt skiftið var sem hvíslað að mér. Guð og nátúran mun græða þig. Hvernig má það ske, eg sem ekki kemst fótmál án þess að brúka hækjur. Úti var hlýr vorblær í maí um vorið. Eg lét flytja stól út í hlaðvarpann, og svo staulaðist eg þangað á Hækjum mín- um, beríættur og bljúgur í lund. Eg lagði frá mér hækj- urnar og sagði: Guð hjálpi mér. Eg steig nokkur spor, og fann, að eg gat gengið ögn. Moldin var orðin hlý og grasið grænt. Náttúran var vöknuð til lífsins, Guð var í náttúrunni. Guð bænheyrði mig. Eg gekk ofurlítið í kring hækjulaust, þann dag. Næsta dag gjörði eg það sama, og í sjö daga gjörði eg þetta. Hækjurnar þurfti eg ekki með lengur. Guð og náttúran læknuðu mig. Eg var bænheyrður af Drotni Jesú Kristi. Komið hefir það fyrir, að reynt hefir verið að hrinda mér út af trúarbraut minni, með því að fá mig til að trúa því að Guð hefði ekki skapað heiminn og alt, sem í hon- um er. Heldur hefði alt myndast á eðlilegan og þeim skiljanlegan hátt. Hvort var það þá hænan eða eggið sem fyrst myndað- ist? Svarið var: eggið auðvitað! Og þá: hvað var það sem hjúkraði því? Ekkert svar, af því að móðirin var sköpuð af Guði almáttugum, og hænan verpti egginu og var þess- vegna móðir og verndari eggsins, sem síðar varð fugl. Margt er það, sem mannssálin skilur ekki í ráðstöfun og vizku Guðs; en maðurinn vill öllu ráða, og þykist af sjálf- um sér, af vizkum og kröftum sínum, en hrasi hann á hrién, fær hann ekki upp staðið, af eigin ramleik. Guð reisi mig, var okkur kent að segja er við vorum börn á íslandi, en nú er sá kristilegi andi út kulnaður, og segir: Þurfti ekki Guð, eg gat. Alt hefir sín takmörk, svo er með guðlastið og sjálfbyrgingsskapinn. Enn er Sódóma og Gómorra í heiminum. Krisiján Ólafson, Edfield, Sask.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.