Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 14
60 um sjálfstæði, kjark og fórnarlund hins lúterska erkibiskups Eivind Berggrev, og samherja hans í þjóðkirkju Norð- manna. —V. J. E. Páfinn í vanda átaddur Páfaríkið í Vatican City hefir nú í seinni tíð vakið töluvert umtal í blöðum og tímaritum ýmsra þjóða. Nýlega komu þær furðulegu fréttir frá Berlín og Róm að Stalin hinn rússneski hefði skrifað hinum heilaga föður langt bréf. Um innihald bréfs þessa fara engar sögur, en Öxul- ríkin voru ekki sein á sér að geta sér til um efnið og ieggja það út á þann hátt, sem þeim fanst bezt við eiga. Það er í sjálfu sér ekkert tiltökumál þó að Stalin skrifi páfanum eins og sakir standa nú. Fyrir nokkrum árum hefði honum að líkindum þótt það hlægilegt ef einhver hefði spáð því að sá tími mundi koma að hann settist niður til að skrifa formanni einnar stærstu deildar kristinnar kirkju. En nú er öldin önnur, og um að gjöra og sitja við þann eldinn sem bezt brennur, og aka seglum eftir þeim vindi, sem að landi ber. Soviet stjórnin gjörir sér nú far um að stofna til og efla sambönd við ríki, sem hún áður veitti enga athygli eða vildi ekki viðurkenna. Páfaríkið er nú eitt þeirra ríkja, sem Moskva vill ekki lengur láta af- skiftalaust, og páfinn er æðsti maður þess ríkis. Öxulríkin láta það skiljast í blöðum sínum, er um þetta mál ræðir, að með þessu móti sé Stalin af ásettu ráði að steypa páfastólnum í hinn mesta vanda; tilgangur hans sé hvorki meira ná minna en það, að gjöra embætti páfans og persónuleg áhrif hans að engu. Gefa þau nú hinum heilaga föður mörg heilnæm ráð um að láta ekki flekast af fagur- gala kommúnismans, og selja þannig hinn andlega frum- burðarétt sinn sem honum ber, að dómi kaþólskra, um fram alla aðra leiðtoga kristinnar kirkju. Þessi umhyggja Öxulríkjanna fyrir framtíð páfastólsins verður ef til vill skiljanlegri þegar þess er minst að Japanir hafa nú skipað sendiherra við hirð páfans. Sagt er að frumvarp um skipun þessa embættismanns hafi iengi legið fyrir þingi Japana, en að seinlega- hafi gengið með af- greiðslu þess, unz þar kom að Matsúóka, fyrrum forsætis- ráðherra, sem sjálfur er talinn kaþólskur, beitti sér fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.