Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 7
53 örugga vissu um sigur Jesú yfir dauðanum. er þeir höfðu öðlast. Lærisveinarnir er til Emaus höfðu farið, sögðu frá óvæntum atburði er orðið hafði á leið þeirra. Hrifning þeirra auglýsist í orðunum: “Brann ekki hjartað í okkur er hann talaði við okkur á veginum, og lauk upp fyrir okkur ritningunum.” Samfylgdin með Jesú á veginum hafði breytt öllu viðhorfi þeirra. Sigur lífsins hafði birst þeim út úr dimmu vonleysis og örvæntingar. Hann var lifandi og hafði átt samtal við þá og samfylgd með þeim. Þetta varð þeim smám saman dýrðleg vissa er breytti öllu viðhorfi lífsins og afstöðu þeirra til þess. í öllum þessum tilfærðu tilfellum voru þeir lærisvein- ar er frá greinir fúsir til að hlusta á nýja og þeim óskiljan- lega guðlega rödd er sannfærði þá um undraverða og óskilj- anlega atburði. Sökum þess, að þeir voru fúsir til að veita henni viðtöku öðluðust þeir sigurmagn öflugrar trúar er birtist í upprisuboðskap páskanna. Þessi sigurhljómur berst um jörð gjörvalla á hverjum líðandi páskum, sigur lífsins yfir dauðanum, sigur lífsins í mætti upprisu frelsar- ans. ■—■ Trú mín er sú, að aldrei hafi sigur hins góða átt lengra í land, mannlega talað, en eftir krossdauða Jesú Lærisveinum hans virtust öll sund lokuð. Þó Jét Guð af náð sinni aftur birta til. Með upprisu Jesú birtist mann- heimi ósigrandi máttur guðlegs kærleika. Öldur hins illa risu hátt en kraftur Guðs sigraði þær. Jafnvel dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Látum þessa blessuðu vissu lýsa hugi vora og hjörtu, einmitt nú, á erfiðum og ægilegum dögum, þegar alt jarðneskt er svo átakanlega og sýnilega óvíst; alt tímanlegt á hverfanda hveli — svo jafnvel skammsýnum jarðarbörnum fær það ekki dulist. Síærsíi virkilegleiki er sá, að hið góða skuli sigra! Guðsveldi og máíiur er óþroí- legur, eilifur. Hann einn er þess megnugur að leiða: “Úr sorta ljómann, sól úr nótt.” I ljósi upprisuboðskaparins er “Sigur lífsins” óðal hverrar sálar, er Guði treystir' Páskar í Vancouver “Gott er að vér erum hér, herra,” sagði Pétur þegar Jesús ummyndaðist á fjallinu, og samstundis kom hon.um í hug að reisa tjaldbúðir til þess að tryggja át'ramhaldandi dvöl þeirra þriggja manna er birtust í hinni dásamlegu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.