Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 8
54
mynd. Hann vildi vinna að varðveizlu þeirrar guðlegu
dýrðar, sem hann hafði séð og láta mennina njóta hennar
sem lengst.
Ekki segi eg, að það sé betra að vera í Vancouver-borg
en annarsstaðar, en það sem eg á við er sú staðhæfing, að
aðarstarf óskaplega skamt á veg komið. Enginn íslenzkur,
til að opna sálir sínar fyrir bjarma eilífðarinnar.
Hvað var gjört í íslenzka mannfélaginu í Vancouver
til þess að fullnægja þeirri eðlilegu þrá mannanna á þessum
páskum?
Til skýringar, verð eg að segja það, að hér er alt safn-
aðarstarf óskaplega skamt á veg komið. Enginn íslenzkur,
lúterskur söfnuður er hér formlega stofnaður enn. Fyrir
nokkru síðan var nefnd kosin af þeim, sem til guðsþjónustu
komu, til að halda áfram starfi, líkt og safnaðarnefnd. Sú
nefnd samdi við mig um tvær föstuguðsþjónustur og svo
guðsþjónustu á páskunum. Aldrei hafði eg skírt barn þá
6 mánuði, sem eg var búinn að dvelja í borginni, svo nú
datt nefndinni í hug, að páskaguðsþjónusta fengi aukinn
hátíðlegan blæ, ef þar færi fram barnaskírn. Svo fór
nefndin að leita, en leitin hepnaðist ekki. Þetta var einnig
tilkynt í ensku blöðunum, en alt kom fyrir ekkert.
Samt var búið undir páskaguðsþjónustuna eftir því sem
kostur var á. Söngur var æfður undir stjórn Mr. L. H.
Thorlákssonar og Mrs. Beatrice Frederickson. Við guðs-
þjónustuna var stór söngflokkur. Nefndin, með minni
aðstoð, sendi út 240 bréf til að láta fólk vita um guðsþjón-
ustuna. Samþykt hafði verið, að þessi guðsþjónusta væri
al-íslenzk, og hæfist kl. 7.30 að kvöldinu. Þegar hinn til-
tekni tími var kominn var kirkjan orðin alskipuð fólki.
Nokkra stóla varð að sækja í neðri sal kirkjunnar handa
þeim sem komu. Og guðsþjónustan hófst með bárnsskírn.
Sonur minn, sem er læknir í Port Alberni á Vancouver-
eyjunni, og kona hans, Anna, komu með litlu dóttur sína
til þess að láta skíra hana við þetta tækifæri. Litla stúlkan
virtist una sér mæta vel með söfnuðinn umhverfis sig.
Hún ber nafnið Ingunn May. í fyrra nafninu er konan
mín, amma litlu stúlkunnar, yngd upp aftur. Guðsþjón-
ustan hélt svo áfram á vanalegan hátt. Auk sálmanna söng
söngflokkurinn Páskamorgun, nr. 394 í sálmabókinni. Mr.
Thorláksson, sem einnig er formaður safnaðarnefndarinn-
ar, ávarpaði söfnuðinn með nokkrum vel viðeigandi orð-
um um páskahaldið og fjármál þessa litla starfs, áður en