Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1942, Blaðsíða 10
56 sem ræktuð eru í görðum og einnig mikið af viltum blóm- um. Einnig er ræktað mikið af blómaviðum. Sumir þeirra eru lágir buskar, en aðrir eru nokkuð há tré. Sum þeirra eru íklædd hinni dásamlegustu blómadýrð. Öll ávaxtatrén eru þakin blómum á vorin. Það er tilkomumikil sjón að horfa á þau þegar þau eru í hátíðarskrúða sínum. Úti í viltum skóginum er hér einnig mikið af blómaviðum. Varp- ar það ekki lítilli dýrð á útsýnið. í heild má segja, að fólkið hér meti mikils blómadýrð- ina og noti tækifærið mjög vel að gjöra fagurt umhverfis heimili þeirra. “Gott er að vér erum hér herra.” Gott er að hafa lif- andi sannfæringu fyrir hjástoð og handleiðslu Guðs. “Sæil er sá, er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottin: “Hæli mitt og háborg, Guð minn er eg trúi á.” Gott er að sjá upprisudýrð Drott- ins í lífinu, sem hann hefir gefið oss á jörðunni; en mest af öllu er um það vert, að vér hyllum mannkyns Frelsar- ann risinn upp frá dauðum, sönnun þess lífs sem aldrei deyr. “Upprisuljós þitt, lát upprisni Drottinn oss lýsa, eilífs til samfundar með þér oss leiðina visa. Deyð sálna deyð, deyð vora spillingarnevð: upp lát oss andlega rísa.” R. M. Guð hjálpi mér, segir maður þegar hættu og voða ber að höndum, og líkaminn er þjáður af kvölum. Enn þegar sálin er í hættu, sefur samvizkan. “Hræðstu sálarmorðið,” segir skáldið! Eg var staddur í blautu götu, og jörðin var að síga undan fótum mér, niður í hylstraum árinnar, sem beljaði með fram jarðskriðunni, sem kölluð var Blautagata. Heitt andvarp og bæn til Guðs var það eina, sem hjálpað gat, og var hvorutveggja flutt af hreinu hjarta, og Guð heyrði bænina, og fótur minn stöðvaðist á steini og lífdagar mínir voru veittir mér af Drottni allsherjar. Þá gaf eg Guði hjarta mitt, hét honum trúfesti minni. Guð gefi m.ér að halda því til dauðadags. Aftur hefi eg verið staddur í Blautugötu. Þegar eg hefi (

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.