Sameiningin - 01.06.1944, Side 5
83
En nú eru atburðir þessir að hverfa í tímans gröf, en
aldrei mega þeir þó gleymast með öllu.
Saga þjóðarinnar virðist mér bera svip af því, sem eitt
sinn bar fyrir mig, þegar eg var á ferð um sólarupprás.
Fjall eitt var fram undan; fjallið var þakið myrkri og
vestanverðu, en hin hliðin var uppljómuð af geislum morg-
unsólarinnar.
Eitthvað skylt þessu hefir verið að gerast í lífi hinnar
íslenzku þjóðar, að því er mér skilst.
Því er dagurinn svo stórmerkilegur; er naumast hægt
að hugsa sér nokkurn, mann eða konu, svo að ekki kenni
fagnaðar hjá öllum, með þeirri ósk, að aldrei komi það
fyrir aftur, að menn fyrirgeri frelsi sínu, eins og varð á
liðinni tíð.
Og aldrei má gleyma manninum, sem sáði frækorni
þess, sem nú er að koma fram.
Ekki er hinn allra minsti vafi á því, að fyrir Guðs náð
var Jón Sigurðsson það sem hann var.
Guð vekur upp menn eins og Alfred mikla, bretakon-
ung, Garibalda, meðal ítala, Martein Lúther, Jón Sigurðsson
og ótal fleiri heimskunna menn, þegar hann vill koma
einhverju miklu til leiðar.
Þess vegna ætti að halda tvíheilagt, og halda sérstaka
þakklætis athöfn á hinum helga degi, af tilefni af hinni
miklu og dásamlegu gjöf, sem Guð veitti hinni íslenzku
þjóð með komu Jóns Sigurðssonar, og fyrri það verk sem
hann vann.
Vafalaust verður lagður blómsveigur á gröf hans á
þessari tíð, og hans ágwtu konu, sem studdi mann sinn með
ráði og dáð til síðustu stundar.
Enn bergmáiar rödd hins mikla manns til hvers manns,
og má aldrei nema í þagnargildi. S. S, C.
Vonð
Vorið mun sú árstíðin, sem má heita ástmögur meðal
manna og málleysingja um heim allan; ekki sízt á norður-
helmingi jarðarinnar:
“Vorið kemur, kvaka fuglar, kvistir grænka, sunna hlær,
ísinn þiðnar, elfur dansa ofan, þar til dunar sær,