Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 10

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 10
88 Hvernig neátar þú barnið þitt Eitt sinn bar mig að hvíluíbeði gamallar koiiu, sem var rúmföst og blind. Vakti það athygli mína, hve hún var hug- hress og glöð; hafði eg orð á því við hana, en hún gaf lítið út á það og sagði: “Maður þarf að hafa með sér veganesti á leiðangri ævinnar.” Orð þessi eru mér ógleymanleg; eg skildi hvað þessi orð voru yfirgripsmikil og sönn. Það stóð lífsreynsla langrar æfi á bak við þessi orð. Aldrei gekk kona þessi á sunnu- dagaskóla, en mér blandast ekki hugur um það, að hún hefir átt að góða og guðelskandi foreldra, eða einhverja þá, sem gengu henni í foreldrastað. Ef til vill átti hún eina af þessum ómetanlegu ömmum, sem beindi huga hennar til Guðs á vormorgni æfinnar. Nokkuð var það, að hún kunni kynstrin öll af bænum og versum; það var veganestið hennar, sem hafði reynst henni svo vel, að það skapaði andlegan ljósbaug umhverfis hana, svo að hún gat verið glöð og hress; þótt hennar líkam- legu augu hefðu mist birtu sinnar. Eitt sinn lagði maður upp í leiðangur um háskamm- degi. Leið hans lá yfir öræfi og fjöll, og leiðin var löng og örðug. Hann lagði upp með birtu, og hugsaði sér að ná til bygða þann dag, en færð var þung og erfitt um gang, enda fór svo, að nóttin skall á áður en hann náði til bygða, og hann orðinn uppgefinn; nú tók veður að kólna og hríða og hvessa; gerðist ófærð svo mikil, að nálega varð ekkert komist; rakst hann þá á hellisskúta; varð hann feginn að leita sér þar afdreps, og stakk göngustaf sínum niður í fönnina fyrir utan; því hann bjóst fyllilega við, að þessi yrði hans síðasta nótt á þessari jörð, og bjóst við að staf- urinn gæfi til kynna hvar hann væri niður kominn. Skreið hann inn í skútann, og fjárhundur hans lagðist á fætur hans; svo hann varðist kali. Þetta gerðist á þeirri tíð, þegar menn ekki kunnu að búa sig út í slíkar ferðir með svefnpoka og annan nauð- synlegan útbúnað. En döpur mun æfin hafa verið manni þessum og köld þessi skelfilegu nótt; í grimdar frostbil og skammdegis

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.