Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1944, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.06.1944, Qupperneq 12
90 bíðandi æfidaga reynast svo harðskeytt og köld; þess meiri nauðsyn er fyrir hvern og einn að bera með sér þær verjur, sem geta hlíft fyrir öllum óveðrum. Enda segir Grímur Thomsen: “Og því er hver einn best til ferða búinn. Ef brestur hann ei vonin eða trúin.” Hafi maður ekki þessar hlífar í farangri sínum, er hættan sú, að manni kali á hjarta, eins og Gnmur r'homsen getur um á öðrum stað. Ásdís á Bjargi gaf Gretti sverðið Ættartanga, þegar hann hvarf að heiman alfarinn, og taldi líklegast, að það myndi ganga honum til gæfu; víst reyndist sú gjöf giicu- samleg Gretti, þótt það fengi ekki með öllu spornað gegn ógæfu hans. Tilfinning sú, sem kom fram hjá Ásdísi mun og liiandi í brjósti hverrar móður og föður. Þrá þau og biðja, að börn þeirra verði aldrei að bráð þeim hretviðrum, örðugleikum og' hættum, sem kunna að verða á leið þeirra. Vopnið það, sem best mun bíta þegar til atlögu kemur, er kristileg drenglund; drenglund, sem er til orðin og vaxin fyrir áhrif kristinnar trúar; rótfest og bygð á kenn- ingum hennar. Þúsund snörur liggja fram undan; fátt er það sem vísar á leið; iðulega kalt meðal manna; en hafi unglingur- inn þegið þann heimamund, sem er megnugur að forða honum skipbrots, mun nokkru nær að hann fái komist leiðar sinnar til auðnu og brautargengis. Hættur þær, sem liggja á vegi manna e.ru að minni hyggju, ekki hin stærri lagabrot; þau liggja ósjaldan til lengdar í láginni, og iðulega leiða til refsingar; verður það öðrum til viðvörunar. Það eru hin lúalega og auðvirðilega óvöndun og undan- brögð, sem óprýða líf ýmsra, án þess þeir sjálfir geri sér grein fyrir því. Almenningsálitið tekur sjaldan mjög hart á þessari smámunalegu óvöndun, ef það á annað borð ekki afsakar hana. Oft kemur þetta fram í smámunum, og iðulega svo frá öllu gengið, að lögin ná þar ekki til. Eg hygg að Jón Vídalín biskup eigi við þetta er hann segir: “Eg óttast að menn yðrist ekki nema stórra synda, en geri smásyndirnar að hinum stærstu syndum.”

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.