Sameiningin - 01.06.1944, Blaðsíða 18
96
ágjarnir og hugsunarlausir. Það tekur út yfir hvað þeir eru
illmálir um hvern annan.”
“Er þetta satt?” mælti engill, sem bar þar að.
“Jú, það er dagsatt. Horfðu til dæmis á þennan pilt sem
þarna kemur á móti okkur. Eg kannast við svipinn þótt eg
geti ekki nafngreint hann; taktu eftir hinu stingandi augna-
ráði; augun eru lymskuleg og flöktandi; það eru ágirdar-
drættir um munninn. Hinar silalegu axlir hans sýna að
hann er fávís og fy.rirlitlegur.”
“Þú ferð býsna rétt um þetta,” mælti engillinn, en þér
yfirsést í einu.”
“Hvað er það?” mælti maðurinn.
“Geturðu ekki séð það, að það er spegill fram undan
okkur, þar sem við erum að ganga, þar sem þín egin mynd
blasir við.”
•
Flestir mun kannast við auðmanninnn mikla J. Pierpont
Morgan, sem eitt sinn var uppi í Bandaríkjunum. Vafalaust
hefir- hann átt menn meðmælta sér og mótmælta af ýmsum
ástæðum; naumast allar með rökum; það er afar torvelt að
skilja ásigkomulag hinna ríku af þeim, sem eru fátækir.
í arfleðisluskrá þeirri, sem hann lét rita fyrir dauða
sinn, hljóðar fyrsti liðurinn á þessa leið:
“Eg fel önd mína í hendur frelsara mínum, í fullu
trausti þess að vera endurleystur og hreinsaður fyrir hans
dýra blóð. Og að hann muni leiða sál mína lítalaust fyrir
hásæti míns himneska föðurs. Og eg legg börnum mínum
á hjarta, að verja og halda trúlega hina blessuðu kenningu
um fullkomna fullnægju alla synd, sem er fáanleg einungis
fyrir dauða Jesú Krists, og sem ekki fæst með neinu
öðru móti.
Að þau haldi þetta trúlega, þótt það baki þeim hættu
og þó þau verði að leggja mikið í sölurnar til þess, að
gera það.”
Það mætti geta þess í þessu sambandi, að United
Lutheran Church of America hefir fest kaup á stórhýsi
einu, sem eitt sinn tilheyrði J. P. Morgan. Er þetta marglyft
bygging, og gekk undir nafninu: “Morgan-höllin.” Þar bjó
Morgan með fjölskyldu sinni, og þar voru vistarverur fyrir
skrifara hans. Er húsið hið skrautlegasta, og þægilegt fyrir
U. L. C. A. og hinar mörgu skrifstofur, sem félagið hefir
með höndum.