Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 8

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 8
86 Myndi nú ekki reynandi önnur aðferð, vel við eigandi; að fara fram á það við presta kirkjufélagsins, að þeir auglýstu aftur og aftur blaðið okkar við guðþjónusturnar í söfnuðun- um? Þær auglýsingar væru jafn nauðsynlegar og margar aðrar, sem fram eru bornar að viðstöddum flestum safnaðar- limum. Að því er snertir tungumála spursmálið fyrir nálæga tíð, virðist líklegt, að íslenzkt mál verði notað fyrst um sinn; ekki sízt vegna þess, að eins og nú horfir við, er þjóð- ræknis hreyfingin meðal okkar með all-miklu lífi hér, og þegar maður minnist þess, að bæði Þjóðræknisritið og Saga Vestur-íslendinga er gefið út á íslenzku í Vesturheimi, og til þess ætlast, að ritverk þessi komist inn á hvert heimili; ætti þá ekki kirkjublaðið okkar að vera jafn hátt undir höfði? Þegar útgáfumál Sameiningarinnar verður rætt á næsta kirkjuþingi, og ef kemur til mála um breytingu á tungumáli á innihaldi blaðsins, er vert að hafa það bak við eyrað, að Sameiningin er elzta ritið, sem út hefir verið gefið á íslenzku vestan hafs, að því er mig minnir. Þá mætti og leiða hugann að því, hvort ekki væri ánægjulegt og mögulegt, að láta blaðið ná vissu aldurstakmarki, áður en kæmi til mála um tungumálabreytingu á innihaldi þess. F. O. Lyndal. Jón Sigfússon Gi!lis Maklegt er það í fyllsta máti, og ekki má það minna vera en að Sameinnigin minnist þessa mæta talsmanns síns. Hann lagði henni iðulega liðsyrði; öll voru orð hans til hvatningar fram og upp á við; enda er nú mikill harmur og sögnuður kveðinn vandamönnum, og samstarfsmönnum hans í kirkjufélaginu. Það gerði kirkjuþingið bjartara og hlýlegra þegar hann var með okkur. Það stóð svo mikil mannúð og manndáð um manninn, að menn hlutu að gera góðan róm að tillögum hans, þótt á annari skoðu væru. Aldrei mun Jón gleymast þeim, sem þektu hann, og ávalt verður hans minst með söknuði. Meiri hollvin hefir kirkjufélagði naumast átt, og ekki góðfúsari í garð allra málefna þess.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.