Sameiningin - 01.06.1944, Síða 16
94
umgangast hann eins og hann sjálfur á að vera í dagfari,
þegar komið er úr föðurhúsum.
Kristileg drenglund gerir aldrei svo lítið úr sér, að
leggjast niður að neinu því, sem er úr samræmi við það,
sem heyrðist í föðurhúsum. Hann sem er þannig innrættur
mun ávalt stunda að gæta skyldu sinnar í hvívetna gagn-
vart öðrum, og vinna það eitt, sem er hans eigin sóma sam-
boðið. Til eru leiðir, ef til vill, sem eru styttri og greiðari,
en þær eru ósamboðnar þeim sem vill í öllu gæta virðingar
sinnar óg velsæmis.
Sómatilfinningu þessa hefir hann haft með sér úr föður-
garði, þar sem rækt var lögð við að gróðursetja það inn-
ræti hjá honum.
Sannast málshátturinn gamli: “Greinir kið hvar í garði
er alið.”
Að öllu þessu sögðu, og enn meira ósögðu, yíkur þá
aftur að hinni upphaflegu spurningu: “Hvernig' nestar þú
barnið þitt?”
s. s. c.
Tímabær bók
Nýlega er komin á markaðinn þessi ágæta bók er nefn-
ist: “Choose ye this day”. Er nafnið vafalaust bygt á orðum
Jósúa (Jósúab. 24,15). Verð $1.50; fæst hjá Ú.L.C.A. 860
N. Wabash Ave. Chicago og víðar.
Höfundurinn er E. G. Homrighausen, sem er talinn
með mætustu meðal hinna yngri guðfræðinga þessa lands.
Það er tekið fram um tilgang bókarinnar, að hún á að
vera til hvotningar þeim, sem kenna og prédika guðs orð.
En hún á erindi til allra þeirra, sem vilja skilja til
grunna viðfangsefni og viðhorf alls kristilegs starfs.
Bókin gefuT heildar-yfirlit yfir hinn kristna heim.
Höf. er eins og hann standi í Hlíðskjálf hinni fornu. Um
hana er sagt: “Þar er einn staður, er Hlíðskjálf heitir, og
er Alföður settist í hásæti, þá sá hann um alla heima.”
Höf. ritar ádeilulaust, en rekur til rótar eðli og við-
gang ýmsra stefna innan kirkjunnar; bendir á veikleika
þeirra og styrkleika, og lýsir ástæðunum fyrir því, sem að
er; bendir á ráðið til þess að bæta úr því.
Eg geri mér það ljóst, að það er ekki vandalaust að
ráða öðrum til bókakaupa, en mér skilst að hér sé um bók