Sameiningin - 01.06.1944, Qupperneq 15
93
anda. “Það sem mótast í sál unglingsins er sem greypt í
stein.” segir spekingur einn.
Hver sem ekki meðtekur guðsríki eins og barn, mun
alls eigi inn í það koma, segir frelsarinn. Menn vita að
jarðvegur barnshjartans er afar gljúpur; því auðvelt til
gróðurs.
“Hvað hefi eg lært um lífði hinumegin? Eg lærði fátt,
er barnið ekki veit,” segir Mattías.
Það er ekki út í'hött bænin hans B. Gröndals:
“Gerðu mig aftur sem áður eg var,
alvaldi guð, meðan æskan mig bar.”
Gefið börnunum Guðsorð í góðri útgáfu og fallegu
bandi með ykkar áritun, jafnvel áður en það er lesandi.
Sú getur komið tíð, að það taki ástfóstri við þessa bók,
og ræki lestur hennar, eftir að það er horfið úr foreldra-
húsum. Það getur ef til vill lagt bókina á hylluna, en
fullar líkur eru til þess að að því komi, að það kunni að
meta gjöf þessa, og færi sér hana í nyt.
Fæstir af oss munu hafa borið mjög hlýjan hug eða
tekið miklu ástfóstri vði Barnalærdómskverið okkar, meðan
verið var að læra það, en þess veit eg dæmi, að eldra fólk
metur það sem gersemi, eins og vera ber.
Árangur af ástundunarsamri uppfræðslu kemur sjaldan
í ljós á svipstundu; en um það verður þó ekkert sagt.
Fyrir nokkru síðan fermdist unglingur, sem ólst upp
á vel kristnu heimili. Piltur þessi var dulur nokkuð og
hægur í dagfari, en ekkert frábrugðinn öðrum unglingum.
En svo kom það fyrir, að hann varð snögglega veikur
og dó innan fárra daga.
Faðir hans var við dánarbeð hans; bjóst drengurinn
dauða sínum með því að hafa yfir fræði kversins og það
annað, sem hann' hafði lært um Guð. Með þetta veganesti
lagði hann svo áleiðis til landsins ókunna. Efast eg alls
ekki um það, að frelsarinn hefir kannast við mynd sína í
brjósti hins unga læris,veins síns.
Atburður þessi hafði áhrif, ekki aðeins á foreldra og
systkini drengsins, heldur og líka á fermingarsystkini hans;
ef til vill fleiri.
Einhver öruggasti vegur til þess að afla unglingum
kristilega drenglund er það, að með stöðugri ástundun að