Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 17

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 17
95 að iæða, sem sé sérstaklega heppileg til þess, að koma mönn- um í skilning um yfirstandandi ástand kristninnar. Eg minnist ekki þess, að hafa lesið neina bók með meiri ánægju. Bókin er ekki stór, en ekki er hún fljótlesin; málið er svo efnisríkt, að hvert orð verður að lesa með athygli. Ekki verður hún heldur lesin til fulls, þótt farið sé yfir hana einu sinni. Það þarf að lesa hana aftur og aftur, og það reynist mikill gróði. Menn munu flestir finna til andmarka hins kristilega starfs; þessu er vel lýst og ráð lögð til bóta; er því bókin ágætur leiðarvísir í öllu kristnu starfi. s. s. c. Hitt og þetta Bíðum Ijóssins. — Prédikarinn heimsfrægi Spurgeon hafði eitt sinn gesti í boði, lærða menn og presta. Borðræður gengu út á það sem virtist ósamkvæmi í guðsorði. Spurgeon sagðist ekki setja það fyrir sig, og taldi víst að allt það myndi skiljanlegt, þegar meira þekkingarljós væri brugðið yfir þessar setningar. Að lokinni máltíð var gengið út í matjurtagarðinn umhverfis húsið. Þar stóð glerkúla með lifandi gullfiskum í vatni. Einhver kom við kúluna og tók eftir því, að kúlan var köld þeim megin er sneri að sól, en mjög heit þeim megin er sneri frá sól. Ræddu menn um þetta um stund og gátu ýmsu til. “Eg get ekki fallist á skýringar yðar, herrar mínir,” mælti Spurgeon. “Eg ætla að kalla á garðyrkjumanninn minn; ef til vill getur hann sagt okkur hvernig á þessu stendur.” Þegar hann kom, mælti Spurgeon: “Getur þú sagt okkur, Jón, hvernig á því stendur, að glerkúlan er heit þeim megin, sem snýr frá sól, en hin hliðin er köld?” “Já, það get eg. Eg gekk að kúlunni fyrir augnabliki síðan; var hún svo heit sólarmegin, að eg óttaðist að hún mundi springa; sneri eg henni því við svo nú snýr hún undan sól.” “Þetta kemur heim við það sem eg var að segja,” mælti Spurgeon hróðugur. “Ef við aðeins höfum biðlund að bíða meira þekkingarljóss, verða allar ráðgátur ráðnar. • Sjálfslastan. — Maður nokkur var að setja út á náunga sína: “Eg hefi aldrei þekt aðra eins vesalinga eins' og fólkið í þessu þorpi. Menn eru auðvirðulegir, sérdrægnir,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.