Sameiningin - 01.06.1944, Síða 7
85
Þegar- maður horfir á hið mikla skraut, sem náttúran
ber þessa tíð, er það í fullu samræmi, að menn búist léttum
og smekklegum fatnaði.
Síst af öllu má gleyma honum, sem hefir unnið alt þetta
dýrðlega málverk. Mun það fjarstæða, að hinn blíði og
bjarti svipur vorsins sé að nokkru leyti endurspeglan guðs-
dýrðar, sem býr í hinum helgu löndum Guðs, þar sem að
ríkir eilíft vor?
Ekki má heldur gleyma honum, sem er ímynd hans
veru og ljómi hans dýrðar; hann flutti syndugum mönnum
boðskapinn um guðlegt réttlæti og náð. Og lýsti eilífum
vorheimkynnum allra þeirra, sem kjósa að hylla hann, sem
frelsara sinn og drottinn.
Hann leiddi í Ijós lífið og ódauðleikann, og sagði: Enginn
kemur til föðursins nema fyrir mig.
Oft og einatt útlistaði hann kenningu sína með fyrir-
brigðum náttúrunnar.
Upprisu hans er lýst með hinni árlegu upprisu í skauti
náttúrunnar.
s. s. c.
—
Raddir frá almenningi
Af tilefni af grein, er birtist í Sameiningunni í janúar,
sem mælist til þess að menn láti til sín heyra um það íyrir-
komulag, sem nú á sér stað um útgáfu blaðsins.
Eg skil naumast að nokkur maður hafi neitt út á það
að setja. Blaðið kemur út reglulega, og flytur margar góð-
ar, kristilegar, lærdómsríkar sögur úr öllum áttum. Ef
hver og einn breytti eftir þeim, væri heimurinn öðruvísi
en hann er nú.
Maður gæti hugsað sér að mörgum kirkjumanni muni
það ógeðfelt, að ekki er hægt að þóknast lítið eitt þeim,
sem mest leggur á sig við útgáfu kirkjublaðsins okkar.
Mun það stafa af því hve fáir eru kaupendur. Manni finst
það næstum óskiljanlegt, ekki sízt, þegar maður lýtur á
meðlimatölu kirkjufélagsins, og þegar ætlast er til að blaðið
eigi að vera kirkjulegt málgagn. Það hefir tvívegis verið
farið fram á það við kirkjuþingsmenn að stuðla að út-
breyðslu blaðsins, og að þeir fengju menn til að fara um og
bjóða blaðið til kaups, fengust áskrifendur í bæði skiftin.