Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 13

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 13
91 Það má í fljótu bragði virðast hótfyndni og of mikil vandlætingasemi, að vera að minnast á þetta. En hér koma til greina orð frelsarans: “Þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig.” Hann segir ennfremur: “Sá sem er trúr í litlu er og trúr í stóru.” Eina íæra leiðin til sannrar gæfu og gleði er trúmensku leiðin 1 smáu og stóru. Svo að menn séu ekki í neinum vafa um hvað átt sé við, skulu tekin fram nokkur dæmi til skýringar. Maður nokkur var ráðinn til eftirlits með vinnufólki á Islandi; var maður þessi í miklu uppáhaldi hjá hús- bændunum. Um sláttinn var hann á engjum með vinnufólkinu, og er hann hafði skipað fyrir verkum, settist hann niður þar til sást til húsbóndans, tók hann þá orf sitt og sló af miklum dugnaði, þar til húsbóndinn var kominn aftur í hvarf. Til þess var ætlast, að hann ynni eins og aðrir. Til þess eru dæmi, að menn sem hafa hlotnast mikinn arð árlega, svo að við lá að þeir yrðu að gjalda auka út- svar af honum, beittu undanbrögðum, með því að kaupa dýra muni fyrir fjölskyldu sína að óþörfu; varð við það minna úr gróðanum, svo ihann komst hjá auka útsvari þess vegna. Flestir munu hafa heyrt getið um hin svokölluðu tíundarsvik, er eitt sinn íðkuðust á íslandi, og eru máski enn. Það þótti kænskuráð, að koma sér hjá útgjöldum á þann hátt. Þá þykir ekki tiltölumál, þó menn slái slöku við, þegar unnið er fyrir það opinbera. Pétur sagði við Pál, eitt sinn er þeir unnu saman við það, sem tilheyrði því opinbera: “Þú vinnur mikið Páll, þú færð alveg eins mikið kaup þó þú vinnir ekki alveg svona hart.” Þessi hugsun er bygð í tíundarsvikum. Maður er skyldur að leggja fram sómasamlegt verk gegn því kaupi, sem goldið er. Hvað er þá sómasamlegt verk? Það fer nokkuð eftir innræti þess, er á í hlut. Eg hygg að öruggasti mælikvarð- inn fyrir því sé það, að' maður vinni fyrir aðra, eins og hann ætlast til að aðrir geri fyrir sig; fylgi menn þeirri hugsun, mun láta nærri um það rétta. Enda ber að minnast þess um öll vinnubrögð, að trúmenskan er ekki rækt einungis fyrir mönnum, heldur fyrir Guði; hann er hinn mikli verkveitandi. Páll segir við Ananías, sem lést hafa

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.