Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 14

Sameiningin - 01.06.1944, Síða 14
92 fært honum alt eignaverð sitt: Ekki hefir þú logið að mönnum, heldur að Guði (Post.s. 5). Öll undanbrögð eru því gagnvart Guði. Maður nokkur hafði það að vana, að kaupa gamla útlifaða hesta; ól þá þar til þeir komust í gott stand, og gaf þeim örfandi lyf, og seldi þá svo með miklum ágóða, en illa reyndust hestar þessir. Kaupmaður nokkur sagði við búðarstúlkuna sína, um leið og hann yfirgaf búðina um stund: “Passaðu það, að ef vigta eftirlitsmaðurinn kemur meðan eg er burtu, að kippa litla miðanum út úr reizlunni án þess hann sjái. Mann þekki eg, sem hrósaði sér af því, að hafa tekið við fé frá hvorutveggja málsaðilum, sem sóttu um kosningar. Ekki gat hann þess hvora hliðina hann hefði svikið, en aðra hvora hefir hann blekkt. Við þessu og ótal fleiru þarf að vara unglingana, sem eru reynslulausir að leggja út í heiminn. Það þarf að skapast hjá þeim það innræti, sem fær leitt þá farsællega fram hjá öllum þessum háska og hættum. Þeir foheldrar, sem vanrækja skyldu sína í þessu, mega búast við að heyra hina hræðilegu ásökun, sem féll í hlut móður nokkurrar. Sonur hennar stálpaður, var staðinn að morði og dæmdur til að aflífast. Þegar móðir hans frétti þetta, varð hún örvita af sorg, og fékk að sjá son sinn í dyblísunni. Þegar hún sá hann, sagði hann: “Eg stend nú í nálægri návist við gálgann. Þú átt mikla sök á því. Hefðir þú sett ofan í við mig 1 hvert sinn er eg gerði mig sekann í einhverju lymskubragði, í staðinn fyrir að mæla upp í mér hrekki og undanbrögð, má vera eg hefði gætt mín í tíma. Þú laukst aftur augum fyrir öllum heimskupörum mínum, og lést mig óátalinn um alt sem eg hafðist að; enda jókst mér óskammfeilni með árum; nú er eg hingað kominn. Þú áttir að búa mig undir lífið; þú bjóst mig undir gálgann.” Hvernig er þá hægt að gróðursetja það innræti, sem á að vera fylgjandi um alla æfi? Fyrsta hugsunin, eftir að hugsana ferill barnsins er bvrjaður á að vera um Guð. Barnslegt ímyndunarafl er þess eðlis, að því er eðli- legt að samrýmast yfirnáttúrlegum hlutum. Þannig berast unglingnum sannindi, sem þeir eldri grípa með skilnmgn- um. Dyr barnshjartans standa opnar starfsemi heiiags

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.