Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1934, Page 6

Sameiningin - 01.06.1934, Page 6
84 inum; eða kept áfram, allir til samans, að einhverju raun- hæfu, sýnilegu marki? Eða er það nóg, sem vér höfum verið að gjöra? Líklega dirfist enginn að halda slíku fram í alvöru. Þroskaþörfin er bersýnileg á lífi voru gjörvöllu, hvar sem á það er litið.— En svo er líklega hezt, undir eins, að afbiðja allan mis- skilning. Það er ekki hugmyndin, að kirkjulífið hjá oss vanhagi mest um ávítur eða harmatölur. Nóg hefir verið um aðfinslurnar í vorum hópi, bæði leynt og ljóst; ekki vant- ar það. Og sá sem þetta ritar, hefir aldrei haft trú á því, að nöldur-tónninn gæti komið miklu góðu til leiðar. Því síður vill hann láta skilja orð sín svo að hann sé að slá sig til riddara, eða að hér liggi einhver annar fiskur undir steini. Sé það allmikið, sem betur mætti fara hjá oss, þá er hann viljugur til að bera sinn hluta fullan af ábyrgðinni. , “Eg minni þig á að glæða hjá þér náðargjöf Guðs, sem í þér býr—” skrifar Páll Timóteusi. Postulinn er ekki með þeim orðum að átelja þennan samþjón sinn eða gjöra lítið úr honum,—þó sumir lesi ])á merkingu í orðin, af lítilli nær- gætni. En hér er ungur maður, sem á í bitru stríði við um- heiminn, spiltan og hatursfidlan; maður, sem þarf hvatning- ar við og hughreystingar, eins og allir menn, sem líkt er ástatt fyrir. Og svo skrifar postulinn þessum unga vini sínum og minnir hann á, hvetur hann, hughreystir hann. Saini postuli hafði áður boðið kristnum mönnuin að áminna hverjir aðra. Þeir þurfa þess allir við. Baráttan, sem kristnir menn eiga i, er vissulega ekki minni nú en áður fyr; jafnvel þótt óvinirnir hafi skift um hana^ sumir. Líklega hefir mönnum aldrei verið meiri þörf á að hvetja hver annan með orðum postulans: “Eg minni þig á að glæða hjá þér þá náðargjöf Guðs, sem í þér býr.” í anda þeirra orða vildum vér hafa sagt það sem hér verður sagt.— Tækifærin til endurbótar og þroskunar Iilasa við oss í öllum áttum. Lítum á kirkjusóknina. Hvort hún sé svo ákaflega slæm í þessu kirkjufélagi, eða verri tiltölulega, heldur en í öðrum hópum kirkjufóllts, um það skal alls ekki dæmt. En hún er að minsta kosti miklu lakari en hún gæti verið. Og eklci er sjálfum boðskap trúarinnar um það að kenna. Prestarnir geta víst allir borið um það, að því betur sem þeim tekst að flytja kenningu nýja testamentisins, hreina og látlausa, því hetur líkar fólkinu sem á hlustar.—Nei, það er ekki boðskapur Jesú Krists, sem hefir bilað. Misbrestur-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.