Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 4
66
var mikið af hatri, og lygi, öfund og ágirnd, svo: það mannfé-
lag myndi óhæft til þess, að stofna ríki kærleika, réttlætis og
sannleika. Hann sá þaS fyrir, aS ekkert annað gat legið fyrir
sér en dauSi. Ilann vissi, að hann myndi bíða ósigur, — frá
sjónarmiSi manna, smánarlegasta ósigur, sem orðið gat.
Við ósigrinum var hann búinn. H!ann tók sér það ekki
nærri, að verða undir. En hann gat ekki tára bundisí, krýning-
ar-dagin sinn, yfir fávizku og syndum mannanna Hann gat
ekki annað en grátið yfir því, hve eyrnd mannanna yröi alla
daga mikil á þessari jörö, fyrir það, að þeir girntust það, sem
er óhreint og ilt og að þjóna hatrinu og hrokanum.
Mennirnir álita það' mesta ógæfu á þessari jörð,. að verða
undir, tapa, bíða ósigur. Hitt er þó sanni nær, að mesta ham-
ingjan er oft í því falin, að tapa, — tapa sjálfur, svo sannleik-
urinn og réttlætið kornist fetinu lengra fram. Sigurvinningum
er sjaldan mikill fögnuður samfara. En það er oft óumræðileg
gleði samfara því, að þola þrautir og biða ósigur sjálfur í þjón-
ustu sannleikans. Vitanlega njóta ekki aðrir en góðir og göf-
ugir menn unaðssemda ósigursins. Og ekki nema hjartahreinir
menn og þeir menn, sem mikið elska sannleikann, fá skilið til
hlítar lífsspekina æðstu, að alt líf sprettur af dauða. Sá lifir
mest, sem mest hefir dáið. Sá, sem gefur í dauða sjálfs sín lán
og löngun, af els'ku til hugsjóna sinna, fær að rísa upp. Ekk-
ert annað er lif, en það, sem hefir upprisið frá dauða.
Mannkynsagan hefir ekki frá neinum atburði að skýra
jafn-sorglegum, eins og ósigri konungsins, sem kom til mann-
anna á pálma-sunnudag til að stofna ríki sannleikans. Sá
hörmulegi atburður gerist nokkuð víða i veröldinni enn í dag.
f sjálfri kristninni bíður Kristur ósigur mörgum sinnum. En
þó Jesús vissi það fyrir, að hann reið ekki inn til annars en
kvala og dauða, þegar hann kom til ríkis s'íns, og þó leiðin lægi
beint til Golgata, þá hefir hann átt miklu meiri fögnuö i hjarta
sínu, en allir aðrir konungar. Píslarsaga Jesú er raunar ekki
sorgleg. Sá, sem af fúsu geði gat svo mikið liðið fyrir sann-
leikann, hefir notið fagnaðar fram yfir alla menn. í sálu hans
hefir verið meiri sæla, en við getum gert okkur í hugarlund, —
við, sem ekki höfum borið gæfu til þess að líða svo sem neitt
fyrir sannleikann. Á sál og líkama hefir Jesús sjálfsagt tekið
út meiri kvalir, en nokkrir þeir aðrir, sem dvalarstað hafa átt