Sameiningin - 01.03.1925, Síða 5
67
á þessari jörð. En sælastur allra manna hefir hann og veriÖ,
sökum þess, að hann gat gefiö í dauða miklu meira en ai5rir
menn, af ást til sannleikans.
Konungur sannleikans kemur. “BlessaÖur sé sá, sem kem-
ur í nafni Drottins.”
i
II. Konungurinn kveður.
Skírdagskvöld.
Konungs-salurinn er herbergi uppi á lofti á afskektum staö.
Fátt er nú orðiö eftir þess fólks, er fylgdi konunginum inn í
höfuÖstaðinn á sunnudaginn. Ekki eftir aÖrir en hirðmennirn-
ir tólf, og einn þeirra er svikari. Dauöinn stendur í diyrunum
Hann bíÖur aÖ eins þar til konungurinn hefir kvatt hiröina.
Engir menn hafa lifaÖ svo 'hugÖnæma kveÖjustund. Af
þessari stundu helgast kveðjustundir allra kristinna manna.
Hér hefir kærleikurinn komist lengst í þessari veröld. Nú er
Jesús konungur kærleikans, — kærleikans, sem krýpur viÖ fæt-
ur smælingjanna og þjónar þeim. Konungurinn þvær fætur
þjóna sinna, — líka mannsins, sem hatar hann og býr yfir svik-
ráðum við hann. Þetta fordæmi konungsios geymist í riki
hans allar aldir. Þegnar hans læra það af honum, að þjóna
öðrum, en láta ekki þjóna sér. Engu sverði er hann gyrtur, en
ber líndúk við belti, þar sem aðrir 'konungar bera sverð. Eín-
dúkur líknarinnar er einkennisbúningur þeirra manna, sem eru
hirðmenn Krists. Með honum þvo þeir sár og þerra tár bræðra
sinna.
Konungurinn gengur til bor-ðs með hirömönnum sínum.
Það verður síðasta máltíðin með þeim hér megin grafar.
“Hjartanlega langaði mig til þess aö neyta með yður þessa
páskalambs áöur en eg líð.” Það var heilög kvöldmáltíð. Aldr-
ei hafði svo innilegt sálnasamband veriö með lærisveinunum og
% Jesú eins og nú. B’orðræðan hans vermdi sálir þeirra eins og
sólin. Aldrei hefir jafn-mikil ástúð verið í orðum nokkurs
manns. Og huggunin. Hann hugsar um það eitt, að hugga
þá. Huggunarorð Jesú frá skírdagskvöldinu, hefir raunar ver-
ið það eina, sem mennirnir hafa haft sér til íhuggunar á skiln-
aðarstundum sínum. “Eg fer burt að búa yður stað.” “í húsi
föður míns eru mörg hibýli.” “Flrygð yðar mun snúast í fögn-