Sameiningin - 01.03.1925, Side 12
74
TILLÖG TIL HEIÐINGJATRÚBOÐS.
Eins og undanfarin ár, hefir kirkjufélag vort tekið að sér
að greiða $1,200 af launum trúboðans, séra S. O. Thorlaksson-
ar, sem snemma á þessum vetri fór á ný til Japan með konu og
börnum, og er þar nú starfandi. Síðastliðið ár voru tillög í
heiðingjatrúboðsjóð hjá oss óvenjulega mikil, og stóð það í sam-
bandi við það, að trúboðinn þá heimsóþti allflesta söfnuði
kirkjufélagsins. Nú er að gæta þess, að hjá oss verði eklci aft-
urför í að styrkja þetta málefni. Allir prestar kirkjufélagsins
ættu að halda málinu vakandi með því að minnast þess iðulega
í prédikunum sínum og á annan hátt að glæða áhuga fyrir þessu
helga málefni kristninnar. Fólki voru er sífelt betur og betur
að skiljast, að þetta málefni er grundvallað þannig á orði og
anda frelsarans, að vanræksla á að sinna því, er að ganga í
berhögg við skýlausan vilja og boð Drottins kristninnar. 'Þess-
ari meðvitund þurfum vér sífelt að halda við hjá oss og glæða.
Ræktarsöm hlýðni við boð Drottins, er beinasta leiðin til að
meta þau réttilega. Eg vil biðja alla söfnuði og einstaklinga
kirkjufélags vors, alla sunnudagsskóla og öll félög innan safn-
aöanna, að taka að sér málið og styrkja það efnalega eftir getu
nú á þessu vori og senda tillög sin til féhirðis kirkjufélagsins,
hr. Finns Jónssonar, sem allra fyrst.
K■ K. Ola-fson,
forseti kirkjufélagsins.
Feikilegur vöxtur trúboðsins,
Merkileg frásaga um aulcinn árangur af kristilegu trúboðs-
starfi meðal ókristinna manna í trúboðslöndunum, hefir nýlega
birst í riti, er nefnist “World Missionary Atlas.” Er það gefiS
út í New York borg, af stofnun til rannsóknar mannfélags- og
trúmála flnstitute of Social and Religious Researchj. Oft eru
tölur þurrar og fráhrindandi fyrir lesarann, en í þessu tilfelli
virðast þær leiða í ljós hina hugrökku sókn þeirra, sem eru ein-
manalegir útverðir sannrar menningar í afkimum veraldar og
hina óþreytandi gjafmildi þeirra, sem eru bakhjarlar þeirra
heimafyrir. í Bandaríkjunuim var t. d. gefið 45 sinnum meira
árið 1923, en árið 1859. Rit þetta, samið undir umsjón Charles
H. Eahs, sem er starfsmaður bókasafns til trúboðs rannsókna
fMissionary Research LibraryJ, og prófessors Harlan P. Beach