Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 18
80
sýni okkur mentaskóla, sem haldbetra verk hafi unniö af jafn litlum
efnum. Margir mentaskólar á vegum kristniboSsins, sem senda frá
sér vel mentaða menn, hafa svo litlar tekjur, aS þær hrykki varla
til ljósmatar og eldsneytis í nokkrum æSri skóla hér heima fyrir.
Áhrif skólanna eru ákaflega mikil. Þ!eir leiSa marga nemend-
ur til Krists. Þeir burtrýma margskonar hjátrú og hleypidómum
úr hugum annara nemenda, sem ekki snúast til kristni þegar í staö.
Þeir veita trúboSanum aSgang aS nýjum og nýjum heimilum eöa
þorpum, og kynna heiðnu fólki kristnar hugmyndir. Oft verða
þeir til aS brjóta ísinn á milli trúboSans og fólks af æSri stéttunum.
Þeir kristniboðsskólar skifta mörgum tugum, sem telja sonu og
dætur embættismanna, aðalsmanna, og í sumum löndum jafnvel
konungafólks, á meðal nemenda sinna.
Sláandi sýnishorn tækifæranna, sem gefast með þessu móti, er
atvik það, sem nýlega kom fyrir í Bangkok í Síam. KristniboSinn
hafði reynt aS leiða aðalsmann einn til frelsarans, >en það tókst
ekki; þó sendi maðurinn einkason sinn á trúboðsskólann. Einu
eða tveimur árum síðar geisaði kólera þar, og drengurinn dó. Trú-
boðinn talaði blíðlega við foreldrana um góða hirðinn sem stund-
um tæki unglamb í arma sína, til þess að fá eldri kindurnar í fylgd
með sér. Faðirinn komst mjög við; gjörði teikning eftir hugmynd
þessari, og bað svo listamann að mála þar mynd af. Hann sýndi
okkur málverkið: fjárhirði, góðlegan á svip, með lamb í fanginu,
og álengdar kindur tvær, sem höfðu verið á leiðinni burt frá hon-
um, en sneru við með löngunarsvip til að fylgja lambinu eftir.
“Nú gef eg tíu þúsund líkala ('2,500 dali) til kirkjubyggingar,” sagði
aðalsmaðurinn, “í minning um það, hvernig Drottinn hefir leitt mig
í drengnum mínum.” Og við sögðum: Það sannast enn ,sem fyr,
að “smásveinn mun gæta þeirra.”
Eftir því sem Asía opnast meir og meir fyrir áhrifum yngstu
menningar, og innlendum kirkjum tekur að vaxa fiskur um hrygg,
því brýnni verður mentaþörfin á vegum kristniboðsins; sérstaklega
fyrir þá sök, að fremstu þjóðirnar t Asíu meta nú orðið vestræna
menning að verðleikum og eru farnar að koma upp sínum eigin há-
skólum. En auðvitað koma ekki kristnir leiðtogar úr skólum
Hindúa, Búddista eða Múhameðsmanna. Kirkjan verður að sjá
sér fyrir sínum eigin mentatækjum, eða að öðrum kosti senda ung-
menni sín á skóla, sem; eru andvígir kristindóminum. Þetta hafa
stjórnarnefndir og starfsmenn kristniboðsins látið sér skiljast, eins
og ráða má af því, að missíónsskólarnir eru nú| 39,603 talsins, og
þar af eru rúmlega 2,800 miðskólar og æðri skólar, en öll nemenda-
talan er 1,959,815.
I'i ftofnanalista jtrúbofisins má finna hér um bil allar tegundir
af skólum. Þeir eru ekki einskorðaðir við vísindalærdóm eða bók-
menta, því á lista þeim eru bæði kennaraskólarar, prestaskólar,
læknaskólar, iðnaðarskólar, sem veit'a tilsögn í margskonar hand-
iðnum, og búnaðarskólar.