Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 20
82 Starfsemi þessi hefir fleira með höndum, heldur en biblíuþýð- mgar. ÞaS þarf að koma út alls konar bókum og ritum. Mest- allar bókmentir í ókristnum löndum eru óhreinar. ‘Satt er það, aS margt er ágætt í helgiritum Hindúa, Búddamanna, eða Konfúsií- usar; en bækur þær hafa ekkert að bjóSa nema þurran siðalærdóm, blandaðan saman við óheyrileg kynstur af villu, barnaskap og hind- urvitnum. Útbreiddustu bækurnar eru gegnsýrðar af heiðindóml, ef ekki hreinum og beinum ósiðleik. Verður því trúboðinn að skapa bókmentir í samræmi við hreinan kristindóm, en það felur í sér bæði að þýða og frumsemja. Asíubúar eru ekki eins vanir op- inberum ræðum, eins og vestrænar þjóðir. Það kemur sjaldan eða aldrei fyrir að heiðnir prestar í þeim löndum flytji ræður; að hafa áhrif á fólkið með prédikunum, er miklu erviðara þar, heldur en á Englandi eða í Ameríku. Sérstaklega eru Kínverjar framúrskar- andi bókavinir. Þeim var snúið til Búddatrúar með ritum, en ekki ræðum. Með ritgjörðum, flugritum, auglýsinga-spjöldum, og nú í síðustu tíð með fréttablöðunum, er hugsjónum venjulega gefinn byr undir báða vængi. Tæki þessi verður kristnin að nota í miklu stærra stíl en hún hefir gjört hingað til, eigi hún að sigrast á Búddatrú og kenningum Konfúsíusar. Útbreiðsla kristinna rita er einnig megin-þátturinn í kristni- boðinu meðal Múhameðsmanna. Missíónar-prentsmiðjan í Beirut á Sýrlandi, beitir óefað sterkari áhrifumi á Múhameðs-heiminn, heldur en öll hin fyrirtækin til samans; því að þar er biblían prent- uð á tungumáli, sem talað er af hundrað miljónum manna. Ritn- ingin, skýringabækur og smárit alls konar hefja ferðir sínar frá lítilfjörlegu húsi þar, og verða lesnar, ekki að eins á Sýrlandi og í Palestínu, heldur í Eitlu Asíu, Afriku, á Egyptalandi; í Túnis, Al- giers, Mórokkó á Indlandi og í aröbsku nýlendunum í Norður- og Suður-Ameríku. Þá er lækninga-starfsemin. Jesús sjálfur er fyrirmynd okkar í líknarstarfinu meðal sjúkra. Því til sönnunar, að hann væri Messías, benti hann einmitt á lækningarnar: “Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir heyra—” Tuttugu og fjögur kraftaverkin, af þeim þrjátíu og sex, sem sagt er frá, voru lækn- ingar á likamlgeum kvillum; og aðrar lækningar hefir hann gjört, tugum saman, eftir ummælum guðspjallanna, þvi að “allir, sem höfðu sjúka, komu með þá til hans, og hann lagði hendur yfir þá alla og læknaði þá.’’ Fyrir því er lækninga-starfsemi ómissandi þáttur í kristilegri þjónustu meðal heiðingjanna. Við getum ekki, eins og presturinn og Eevítinn, gengið fram hjá öllum þeim ótölulegu krossberum, sem verða á vegi okkar þar, eða byrgt eyr.un fyrir angistar-ópi þeirr.a. Ókristin lönd eru þjáningalönd. Öll þau veikindi og meiðsli, sem algeng eru í Ameríku, og önnur þaðan af verri, magnast þar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.