Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 21
83 um allan helming fyrir fáfræði, óþrifnaö og hjátrú fólksins. Ferða- lag um Austurlönd fyllir hugann ömurlegum endurminningum um sjónlaus augu, kirtlaveika limi og graftrarkýli, sem þar ber alls- staðar fyrir augu manns. Ef barnið þitt veikist, hér í Ameríku, þá hefir þú læknir við höndina, sem bæði þ ekkir sjúkdóminn og ráð þa.u, er við eiga. Þú hefir samúð vina og ljúfa huggun Guðs orðs. Herbergi sjúklingsins er friðsæll blettur, og vonin góð um bata. En í flestum ókristnum löndum er það almenn trú manna, að sérhver sjúkdómur stafi frá illum anda, er komist inn í líkam- ann, og svo er leitast við að reka þann ára út; það er lækningin. Bumbur eru barðar og lúðrar þeyttir við eyrað á sjúklingnum til að hræða skollann burt; eldar eru kyntir til að svæla hann út, og stundum er gripið til enn verri ráða. “Hvað eru þessi ör, svona þétt um allan kroppinn?” spurð- um við dr. Neal, þegar hann var að skoða magurt og volað stúlku- barn, sem honum hafði verið fært til lækninga. “Illur andi var sakaður um sjúkdóms-þrautirnar, og svo var hún stungin með heit- um nálaroddum til að drepa andann. Þetta eru örin eftir nálarn- ar,” svaraði hann. “Skelfilegur fótur er þetta!” sögðum við, þegar við vorum staddir hjá dr. Avison í Kóreu, og horfðum á mannaumingja, sem hafði haltrað inn í læknisstofuna. Hann hafði dottið og flum'brað sig á fætinum'. Innlendur læknir sagði honum, að illur andi væri búinn að ná þar bólfestu, og væri því bezta ráðið að smyrja fótinn i olíu, og kveikja svo í. Flugur og óhreinindi höfðu svo sjtilt brunasárinu, og fóturinn var tekinn að rotna sundur, bókstaflega. í borginni Húms á Sýrlandi sáum við sjúklinga flykkjast að trúboðslækninum eins og þeir forðum hópuðust að frelsaranum, og læknirinn veitti krossberum þessum svo góða hjálp, tugum saman, að jafnvel þeir menn, sem ekki hefði vílað fyrir sér að grýta venju- legan trúboða, veittu honum áheyrn með lotningu á meðan hann talaði við þá um Krist Daginn sem við komum til Allahabad á Indlandi, létust þar 150 manns úr kýlasótt. Lík voru borin um strætin hvað eftir annað. Sóttvarnar-tilraunir allar höfðu endað í skæðum róstum, svo að yfirvöldin voru ráðþrota og gáfu pestinni lausan taum. Helming- ur fólksins var flúinn. En trúboðslæknirinn hélt velli með bezta skapi; fór djarflega um á meðal þeirra, sem sjúkir voru og deyj • andi; sinti öllum liðsbónum dag og nótt; veitti alla þá hjálp, sem að haldi gat komið í þeirri bráð-drepandi pest; og boðaði alstaðar lækning þá, sem mannssálin öðlast í Jesú Kristi. Fáir eru þeir menn nokkurs staðar, sem fást til að snerta Iik- þráan ' sjúkling; en trúboðslæknarnir leita þá uppi alstaðar, og gjöra sér alt far um að draga úr skelfingum veiki þeirrar, sem talin hefir verið með öllu ólæknandi fram að síðustu tíð. Þeir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.