Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1925, Page 24

Sameiningin - 01.03.1925, Page 24
86 Önnur leksía sömu tegundar var gefin í Shanghai í Kína. Þar eru 20,000 kínverskar portkonur. Stúlkubörn eru seld mansali úr foreldrahúsum til iþeirrar svívirðingar þar i landi. Kona trúboöans, Frú Fitch, kendi mjög i brjósti um þessar aumingja ambáttir, og stofnaði frelsunar-heimili, sem þær gát.u leitaö hælis í. Heimiliö hefir vakiö mikla eftirtekt og ber frelsaranum kröftugt vitni. Einn af æöstu embættismönnum landsins kom þangað einn dag meö frú sinni, og þegar hann sá, hversu ástúðlega þessum föllnu stúlkum var líknað þar, þá undraðist hann stórlega og sagði við konuna sína: “Enginn myndi gjöra þetta, nema fólk Jesú.” Sú setning lýsir ágætlega því ógnar-djúpi, sem staðfest er á milli heiðindóms og kristni. Hún'er eins og dómsorð, sem sakfellir Konfúsíus og róttlætir kristniboðið. Enginn nema “fólk Jesú” gjörir þessa hluti. — , Kristniboðinn leitast því við að boða náðarerindið heilt og ó- skert bæði í orði og verki, eins og Jesús gjörði sjálfur. Sítarfinu er hagað eftir því, sem bezt hentar í hverjum: stað. Venjulega byrjaði kristniboðinn með prédikun fagnaðarerindisins, og notaði smárit og ritningar-útdrætti jöfnum höndum; síðan stofnaði hann sjúkrahús og skóla, sem hjálpargögn, svo fljótt sem hann gait. En sumstaðar, þar sem ókleift var að nota þessa aðferð, byrjaði kristniboðinn með lækningum eöa skólastarfi. Flversu hatramlega sem fólkið setti sig upp á móti prédikun trúarinnar, þá var það oft- ast viljugt til að senda börn sín í skóla, eða sjúklinga sína á spítala. Kristniboðinn gaf enga tilslökun; hann lét öllum skiljast það, aö Kristur myndi verða boðaður bæði börnunum og sjúklingunum. En mentaþráin og lækningaþörfin var í mörgum löndum svo mikil, að þessar tvær greinir strafsins urðu til að gefa þar Kristi fótfestu. Það mildaðist úr fordómum, samúð glæddist, það gáfust tækifæri til að nálgast vini og vandamenn. Og persónuleg umgengni við einstaklinga varð til þess á endanum, að hægt var að kalla saman litla hópa til kristilegrar uppfræðingar í prívat húsum, og loksins kom sú tíð, að kristniboðinn gat komið upp bænahúsi og haldið opinberar guðsþjónustur. G. G. ------0------- Hálfsagðar sögur. Eftir HenPy Van Dyke. 1. KBPPINA UTARNIR TVEIR. Kœ'rlc-ikurinn öfundar ekki—1. Kor. 13, 4 Nicator var sigurvegarinn í kapphlaupinu mikla í Argolis- dalnum. Hann og Cleon vinur hans og keppinautur, höfðu hlaupið

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.