Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 25
87 skeiðið svo ekki mátti á milli sjá—brjóstin út, höfuöin aftur og hné- in hátt frá jöröu-—tvítekin ímynd hins fræknasta hraöa. En e'r þeir nálguöust takmarkið, losnaöi ilskór Cleons. Hon- um lá við falli, en náöi sér aftur- En töfin réöi' úrslitunum. Nida'- tor varö fyrri að takmarkinu, aö eins þverhönd á undan. Enginn var ákafari í því aö hylla sigurvegarann og hrósá hon- 'um, (eni iCleon. Sigurlaunin voru laufsveigur, sem fljótt hlaut aö visna. Dómararnir veittu laufsveig báöum keppinautunum, vegna þess hve jafnir þeir voru og fráir—frárri en nokkrir á undan þeim höföu veriö En auk þess var þaö ákvaröaö, aö myndastytta sig- urvegarans skyldi reist á borgarmúruhum meöal ógleymanlegra minnismerkja hennar fræknustu sona. Oinberlega viðurkendi Cleon' þetta réttlátt og hrósaði úrskurö- inum, en meö sjálfum sér fanst honum þetta óréttlátt. Aö veita myndastyttu úr er.dingargóöum málmi vegna þess, aö ilskór Iosn- aði! Því meir sem hann hugsaði um þetta, því meir fékk það á og reitti hann til reiði. Eitur þaö, er nefnist öfund, verkaði á huga hans. Aldrei hefði þaö getað komið í huga hans, að vinna Nicator sjálfum nokkurt mein. Fyrir slíka hugsun jafnvel hefði hann bor- ið kinnroða. En hví skyldi myndastyttan hans á borgarmúrunum um aldur og æfi horfa ofan á hinn fagra Argolis dal, og standa þar sem þögull vitnisburður um sigur, sem rétt á litið var einungis slys? Var tilviljun ein öllu ráöandi? Laufsveigarnir höfðu þegar föln- að. Hvi skyldi ekki myndastyttan eiga að falla? Með slíkar hugsanir gekk Cleon daglega með borgarmúrunum, og féil sífelt þyngra og þyngra aö sjá mynd vinar síns þar. Hann v-eitti athygli fótstalli hennar, og velti fyrir sér þeim möguleika, aö jarðhristingur eða stormur gætu steypt henni ofan í klettagjána fyrir neðan- Þessi hugsun lét hann ekki hafa friö. Undir áhrifum hðnnar fór hann eitt sinn um miðnætti, með reipi falið undir skykkju sinni, og komst í mikla ihættu við að klifa borgarmúrinn að utan. Hann kastaöi reipinu um myndastyttuna og togaöi í. Myndastyttan skalf. Hann togaöi í aftur. Myndastyttan bifaðist á fótstallinum. Cleon óttaðist aö hún kynni að falla inn fyrir mlúrinn og verða reist á ný. Hann togaði því út á við af öllum kröftum. Mynda- styttan gaf eftir og féll meö ho.num ofan í dimma gjána. Þar knúsaðist bæði maðurinn og myndin. Þannig varð Cleon viöskila viö öfundina. Nicator lifði. Hann saknaði myndastyttunnar lítið, en vinarins mikið. ; a- gimstemarnir. Seg nú í áheyrn fólksinsj a8 hver maSur skuli biðja granna síinn og hver kcma grmnkonu sína um silfurgripi og gullgripi — 2. Mós. 11, 2.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.