Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1926, Page 5

Sameiningin - 01.03.1926, Page 5
67 prestur. Þar var og Jóhannan Ben Ndbedai, sá er síSar kemur við sögu sem óvildarmaður Páls postula, maSur alræmdur fyrir guÖlast og ólifnaÖ. Loks má nefna i iþessum virÖuglega hópi prestinn Issachar, sem svo lét sér ant um höndur sínar að ekki mátti 'hann fram bera fórnir vetlingalaus. Nokkru síÖar varð hann þó fyrir því mótlæti, að Heródes Agrippa lét höggva af hon- um báðar hans fallegu hendur. Slíkir voru nú valdsmenri þeir, er lögðu hatur á Jesú og tóku aÖ sér að dæma mál hans'. Af leikmönnum, er í ráðinu áttu sæti, eru ekki aðrir nefndir en ráðherrarnir Nikódemus og Jósef frá Aramaþiu. Hvort semi þeir. hafa verið viðstaddir -eSur eigi, er þaö víst, að ekki samþyktu þeir ráð hinna, en þrek hefir þá skort til þess að standa móti öllum hinum. Um miðnæturbil kemur lögreglan meö Jesú í böndum. Hann er leiddur inn í hálfhring dómendanna og látinn nema staðar frammi fyrir hásæti Kaífasar. En það sigurglott, sem þá hefir farið um varir æð'staprestsins! Nú skyldi vandlætari þessi fá að kenna á því, hvað það gilti að rísa upp gegn prestastóttinni og hrópa syndir hennar fyrir alþýðu. Nú slcyldu þeir muna honum leikinn þann á mánudaginn, þá hann fór með reidda svipu um musterið og lét sig varða fjárbrellur þeirra. Kaífas var búinn að ráðfæra sig við Hannas tengdafööur sinn og hafði í huganum þegar kveöið upp dauðadóminn. Hinir prestahöfðingjarnir höfðu slíkt hið sama í huga. Allir hötuðust þeir við Jesú fyrir það, að hann hafði gert hræsni þeirra og eigingirni opinbera. Þótt þeir aldrei sætu á sárshöfðu sín á milli og meö þeim hefðu risið úfar mörgum sinnum upp á siðkastið, höfðu þeir þó komið sér saman um það, að láta innbyrðis miskliö falla niður, þar til þeir höfðu komiö þessum sameiginlega óvini fyrir. Réttarhaldið byrjar á því, að æðstiprestur leggur spurningar nokkrar fyrir Jesú um kenningu hans og lærisveina. Hann spyr hanrt að, í hverju skyni hann safni aö sér mannfjölda, er stöðugt fylgi honum, og í hverjum tilgangi hann sendi menn sína út um allar bygðir og láti þá kunngera aö riki Guðs' sé nálægt. Hann vill fá að vita það, hversvegna Jesú hafi liðið það, þegar hann kom til borgarinnar fyrsta dag yfirstandandi viku, að allur lýður nefndi hann Messías og hverskonar “Messíasar-ríki” hann ætli að stofna. f fáorðu svari sinu varaðist Jesús að geta lærisveina sinna. svo ekki þyrftu þeir að verða" við málið riðnir. En hvað kenning- una snerti svaraði hann því, að hann ekki hefði farið dult með hana. Á almannafæri hefði hann ávalt talað, kent i musterinu þar í borginni og í samkunduhúsunum og skólunum út til sveita.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.