Sameiningin - 01.03.1926, Síða 8
70
sök, og dauðadómurinn er samþyktur með öllum greiddum at-
kvæ'Öum.
Nú þykjast þeir hafa alt ráö hans í hendi sér, því þenna dóm
myndi landstjorinn staðfesta. Messías-konunginn mátti kæra um
landráð. En þeir verða að bíða nokkra stund. AS líkindum
hefir klukkan verið kringum þjú um nóttina þegar hér var komiö'.
En ekki áræddu þeir að fara á fund landstjórans fyr en dagur
rynni. Dómararnir ganga burt að taka á sig náöir litla stund, en
Jesús er skilinn eftir í höndum varðmannaliðsins og þjónanna.
Þeir stytta sér stundir, það sem eftir er næturinnar, með því að
hæða Jesú og spotta, kvelja hann og misþyrma honum, hrækja á
hann og slá hann meö hnefum og lófum. En hann laúk ekki upp
munni sínum. Hann ibar raunir sínar eins og hetja.
II. Hjá Pilatusi.
Nú víkur sögunni til borgaralegu yfirvaldanna rómvfersku.
Æöstur valdhafi þar í landi var að nafni til Heródes konungur
Antipas', undirtylla keisarans í Róm. Bústaður hans er í Tíberías,
en hann er staddur í Jerúsalem nú, eins og ávalt á þjóðhátíSum
Gyöinga. Hieródes var refur mesti og vildi láta heita svo, að
hann sýndi siðvenjum Gyðinga virðingu. Meðan hann dvelst í
borginni býr hann viö milda rausn í Asmaneus-kastala, og er það
gamalt höf’Singjasetur Heródesar-ættarinnar.
Næstur Heródesi að virðingu er landstjórinn Pontíus Pílatus.
Réði hann einn öllu í þeim héruðum. Hann sat jafnaðarlega í
Sesareu4>org norður í landi, en var nú í Jerúsalem með miklu
herliði, tii þess að halda öllu þar í skefjum, því jafnan var upp-
reistar von á hátíðum. iMeðan Pílatus hef'st við í borginni býr
hann í höll þeirri hinni nýju, sem Heródes mikli hafði reista á
Síonshæð; var höll sú mikil og skrautleg. Þar höfðu gerst
bæði hryðjuverk og harmsögur margar á dögum Heródesanna.
Var höliin tengd með gönguml við herkastala þrjá. Var á auga-
bragði hægt að ná þaðan hersveitum ef á lá. Um þetta leyti hafði
Pílatus lið mikið í köstuilunum.
Undir eins i dögun föstudagsmorguninn söfnuðust presta-
höfðingjarnir aftur saman og fóru nú með Jesú bundinn upp til
hailarinnar. í fyrsta sinn á æfinni stígur Jesús fæti í konungs-
höli. Þar á hann þeim manni að mæta, sem illræmdur er hjá
öllum lýðum fyrir grimd og ódrengskap. Nafnið “Pílatus” þýðir,
að því er fróðir menn s'egja, “atgeir”, og bar hann nafnið með
rentu.
í höllinni inni var salur einn mikill og var dómþingið venju-