Sameiningin - 01.03.1926, Page 10
72
göfgi, að hér er um glæpamál að ræÖa, og glæp, sem dauðahegning
Hggur viÖ. YÖur er líunnugt, að vor lög ná þar nú ekki lengur
til án yöar samþykkis.”
“Hvaða kæru færið þér þá gegn honum?” spyr Pílatus.
Lævislega rangfærir nú Kaífas yfirlýsingu þá, er Jesús hafði
gert um Messíasardæmi sitt og Guðssonerni. Snýr Kaífas 'henni
á þá leið, aö úr henni verður pólitísk sök og landráö.
“Bandinginn hefir verið fundinn sekur um þaö, að afvega-
leiða alþýðu,” segir Kaífas.
“Hvernig þá ?” spyr Pílatus.
“Á tvennsbonar 'hátt,” svarar Kaífas. “Bæöi með þvi að
banna að gja'lda keisaranum skatt og með því að segjast sjálfur
vera konungur Gyöinga.”
Þá stendur Pílatus upp' og gengur inn í höllina. Hann gefur
hermanni ibendingu um að koma með Jesú þangað á eftir sér. Þeg-
ar þeir eru orðnir þar tveir einir, segir Pílatus við Jesúm: “Ert
þú kon.ungur Gyöinga? Er það satt aö þú krefjist ríkis hér í
landi?” Eflaust hefir Pílatus búist við, að Jesús neitaði afdrátt-
arlaust, en svar Jesú varð. á aðra leið en Pílatus' átti von á.
“í þeim ski'lningi, sem þú leggur i þaö orö, Pílatus, er eg ekki
konungur,” sivarar Jesús. “En í öðrum skilningi er eg konungur.
En mitt ríki er ekki af þessum heimi.”
”Ertú þá konungur í einhverri óvenjulegri merkingu?”
“Þú mælir rétt,” svarar Jesús. “Já, eg er konungur. Eg er
fæddur í þenna heim til þess að vera konungur. Eg er kominn
í heiminn til þess að stofna hér ríki sannleikans. Allir þeir, sem
sækjast eftir sannleikanum og elska hann, eru þegnar ríkis míns.”
“Heyr á endemi,” hugsar Pilatus með sér. “Hvað er sann-
leikur ? Hvernig þessir spekingar tala! Þeir um það. Þeir geta
þjarkað um það grisku spekingarnir og Gyðinga lærimeistararnir.
Þaö kemur mér ekki við.”
Pilatus gengur nú aftur út á steinpallinn og komiö er með
Jfesú á eftir honum. Pílatus tilkynnir það þegar, aö' hann finni
enga sök hjá þessum manni. En þá kveða við hin mestu óhljóð.
Óvinir Jesú. æpa hver í kapp við annan: “Hann hefir afvegaleitt
a^Iþýðuna og æst hana móti stiórninni al'lar götur norðan frá
Galíleu og hingað til Jerúsalem.”
Þegar Pilatus heyrir þá segja að Jesú sé kominn frá Galíleu,
dettur honum ráö í hug og verður þvi feginn. Heródes Antipas er
staddur í borginni. “Nú skal eg vinna tvent i einu,” hugsar Píla-
tus með sér, “losa mig viö þenna vanda og ná mér niðri á Heródesi
með því að koma skömminni á hann.” Hann leggur því þann