Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1926, Side 15

Sameiningin - 01.03.1926, Side 15
77 um yfirráðum, að sjálfsögSu. ÞjóSin varð því aldrei framar af'króuS í einu landi eða undir sérstakri ríkisstjórn út af fyrir sig. Ekki var heldur tungumáliS til aðgreiningar, því að he- 'brezkan var dautt mál fyrir löngu. Á sjálfu Gyðingalandi var alþýðumálið aramska, en ekki feðratungan. Þjóðernið átti þvi að sjálfsögðu ekkert vígi, nema trúar- ’brögðin. Þó var ekki hægt að gjöra nógu rambyggilegan þjóðar- garð úr sjálfu meginmáli trúarinnar, — svo stranglega sem sá boðskapur vitanlega vitti heiðna spilling og skurðgoðadýrkun — því að ali-víðast urðu fyrir Gyðingum hópar af heiðnu fólki, sem hafði horfið frá átrúnaði feðra sinna og hændist að hinum há- fleyga trúanboðskap og siðferðislærdómi gamla testamentisins. Væri þvi að:al áherzlan lögð á hreinan, einfaldan guðstrúarlær- dóm og heilagt ííferni, þá hlaut einangrun Gyðinga, sem þjóðar, að líða fyr eða síðar algjörlega undir lok. Traustið kom því eðlilega niður á útvirkjum trúarinnar, helgisiðakerfinu forna með ákvæðum þess öllum um hreinsanir, tíundagjöld, hvildardaga, hreinar og óhreinar fæðutegundir og annað því um líkt. Úr slíkum efnum tókst að hlaða þann varn- argarð, sem dugaði. Áherzlan lenti því meir og meir á þessari hlið gamla sáttmálans, eftir því sem timar liðu. Aðhaldið varð langmest þeim megin. Lögmálsdýrkunin var gróðursett í hugum ibarnanna undir eins og þau fóru að vitkast. Þeirrí var kent að skoða hvert smábrot gegn því dýrkunarsiða-kerfi eins og hræði- lega synd; þeim var innrætt óumræðileg fyrirlitning á öllum þeim mönnum, sem ekki hegðuðu sér eftir setningum þeim í smáu sem stóru. Jafnvef Gyðinga-lýðurinn sjálfur, almúginn, var oft harð- lega dæmdur af ieiðtogunum fyrir fákunnáttu sína í þessum laga- fræðum. “Þessi múgur, sem ekkert þekkir lögmálið, hann er bölvaður,” sögðu þeir fjbh. 7,47.). Þá má nærri geta, hvers konar dóm þeir hafi felt yfir heiðingjunum, sem lifðu og dóu lögmálslausir. Umgengni Gyðinga við heiðið fólk var takmörkuð með ýmsum varúðarreglum og fyrirboðningum, “til þess að þeir saurguðust ekki,” svo að um verulegt samneyti gat þar alls ekki verið að ræða, svo lengi sem siðadýrkunin sat í öndvegi hjá niðjum Abrahams. Þeim var auðvitað goldið í sömu mynt; þeir voru hataðir og fyfirlitnir viðast hvar, og beittir margs konar kúgun og óréttlæti. En því verri meðferð, sem þeir sættu, því dýrmætari urðu þeim minningar og vonir þjóðar sinnar, og því fastar tóku þeir um þjóðararfinn, og juku svo lögmálsvandlætið um allan helming. Svo að hvað studidi annað hjá þeim, laga- haldíð og einangrunin.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.