Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1926, Page 17

Sameiningin - 01.03.1926, Page 17
79 svo lögmálsfróð að leiStogunum þætti viðunandi. Fræðimenn- irnir eða lögvitringamir, sem svo oft eru nefndir í nýja testa- mentinu, voru kennarar lýðsins í fræðum þessum. ÞaS var fjölmenn stétt og ákaflega mikils metin. Þjóðfrægir lögmáls- kennendur voru í virðingarskyni kallaðir meistarar eða “rabbínar.” Á öndverðri fyrstu öldi ihöfðu frægustu rabbínarnir aðsetur í Jerúsalem, og þangað söfnuðust efnileg ungmenni þjóðarinnar úr öllum áttum til aS nema hjá þeim 'lögmálsspekina. Rabbínar voru meira mentir en prestar og levítar; og þótti GySingum eng- in staSa jafn álitleg eSa eftirsóknarverS á þeim tímum. Gáfuð- ustu mennirnir sóktust auðvitaS eftir frægð og mannviröingum á þessu sviði, og lögðu fram hugvit sitt af alefli, hver í kapp viS annan, til þess að geta orðið sem snjallastir í lagakunnáttunni; og afleiðingin varð- auðvitað sú, að lögmál Móse með öðrurn boS- skap gamla testamentisins var hártogað, flækt og margaukið meS alls konar skýringum, heimfærslumi og erfikenningum og munn- mælasamsafni, og úr öllu þessu var unnin sú lagafræði, sem reynst hefir einhver hinn öflugasti hegSunarfjötur í gjörvallri sögu mannkynsins, en samtímis það einingar-band og einangrun- ar, er varSveitti ]ojóöernið öldum saman, föðurlandslaust, löngu eftir aS borgin helga var eydd í annaS sinn og helgidómurinn rif- inn til grunns, og fórnakerfiö meS annari prestaþjónustu, sem viö þann staS var bundin, horfið aftur x dimmu fortíðarinnar. Rabbínaspekin reyndist seigara þjóSverndunarafl, heldur en sjálf musterishelgin á xMóría. Svo röm var sú taug. En. hún dró með sér átakanlegt harmsöguefni. Rabbínarnir varSveittu þjóS- erniS, gyöingdóminn, en þeir glötuðu köflun þjóðarinnar. Oft er svo aS orði kveSiS, að Babýlonar-útlegðin hafi lækn- að GySinga lýðinn af allri tilhneiging til skurðgoSadýrkunar. ÞaS er ekki al-satt, því miður. AfguSi heiSingjanna dýrkuðu þeir aldrei síðan, svo mikiS er satt, og þoldu þeir| oft og tíðum fyrirlitning og ofsóknir fyrir þaS vandlæti. En þeir lentu á annari dýrkunarvillu, sem engu var óskaSlegri. Þeir tignuðu í raun og veru lögmál GuSs, eða öllu heldur sitt eigiS lögmálskerfi, fremur en Guð sjálfan. HugsuSu meira um handaþvott en hrein- leik hjartans; meira um tíundargjöld en miskunn og kærleika; meira um flóknar siðaskiftanir, heldur en um trúartraust og iðrun. Þeir könnuSust reyndar við kjarna lögmálsins, boSorSið um elsku til Guös og manna —- í orði kveSnu. ÞaS sést á frá- sögum guðspjallanna. En þeim fór, eins og oft á sér stað enn í dág, aS háleit og fögur sannindi verða eins og nokkurs konar helgiskrín hjá alfaravegum kynslóðanna; menn veita þeim heilögu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.