Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1926, Page 19

Sameiningin - 01.03.1926, Page 19
81 þetta verk er af mönnum, þá verður þat5 að engu, en ef það er af Guði, þá megnið þér ekki aö yfirbuga þá” ("Post. 5, 38. 39J. Maðurinn var auðsjáanlega spakur að viti og gæflyndur. Aftur verður nafnið fyrir manni í rabbínafræðum þeirrar tíðar. Þá voru lögmálsskólar tveir í Jerúsalem nafnkunnastir allra; voru þeir kendir við sinn læriföðurinn hvor, þá Hillel og Sjammaí, sem báðir höfðu verið ótrauðir Faris'ear og frábærlega snjallir lög- máls-skýrendur, og höföu getið sér ódauölegan orðstír á vegum þeirra fræða. Að einhverju leyti var Hillil ofurlítið mildari í kenning sinni, heldur en keppinautur hans — lagði tii dæmis ekki blátt bann við allri þekking á grískum bókmentuim, eins og Sjamnraí og aðrir hinir allra harðsvíruðustu Farís'ear vildu þó helzt gjöra. Skóli Hiilels náði afar-miklum vinsældum, og kenn- ingar hans uröu máttarviðir í fræöum rábbínanna, þegar fram liðu stundir. Símeon, sonur Hillels, tók við skólanum að föður sínum látnum, og síðan Gamaliel, hans1 son, og niðjar Hiilels aðr- ir þar á eftir. Báru, þeir flestir ættarmót hins mikla læriföður í anda og stefnu. Ein'kum er þess' getiS um Gamalíei, að hann hafi verið maður gætinn, mildur og sanngjarn í dómum ölium og tillögum. Sumir hafa talið það hér unij 'bil áreiðanlega víst, að kennari Páls, og'lifgjafi þeirra Péturs og Jóhannesar, og þessi sonarsonur Hillels, sé einn og sarni maðurinn. Tilgátan er mjög sennileg, þegar á alt er litið; en fullsönnuð er hún: ekki, því að fleiri lærifeður í Hillels ættinni báru þetta sama nafn, en þeir frændur voru hver öðrum líkir andlega, svo að alt kemur í sama stað niður. Svo mikið er þá víst, að Páll fluttist áfram úr barndómi til fullorðinsára í miðjum straumi gyðinglegrar hugsunar. Hann var uppaiinn í þeirri stefnunni, sem hafði lang mest fylgi meðal Farísea og fræðimanna, stefnu, sem öll fór í lögmálsáttina, þótt hún sneiddi hjá sumutn allra verstu öfgum þeirrar tíðar. Ekki má gleyma því, að Gyðingdómurinn á þeirri öld átti sina bjartari hlið, sina betri menn, eins og önnur skoðanakerfi. Sjálfsagt voru margir Farís'ear svipaðir þeirn Gamalíel og Nikódmusi, og marg- ir prestar í manngildi við Sakaría; vandaðir menn og sannsýnir, eftir ljósi sinnar kynslóðar. Og rabbínarnir íifðu þær stundir, þegar þeir eygðu gimsteina sannleikans í gegnum setningavefinn, serrj búið var að 'breiða þar ofan á. Væri þvi rángt að hugsa sér, að Páll hefði verið uppalinn í nokkurs konar svartaskóla, köldum og algjörlega ljóslausum. Rabbína-fræðslan hafði sina kosti: Hún var frjálsleg i aðferð, hvað sem segja má um and- ann og innihaldið Kaflar úr gamla testamentinu voru lesnir upp,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.