Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1926, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.03.1926, Qupperneq 23
85 um á 'Strætum úti, og smásmuglegum undanbrögöum og laga- krókum, sem gripiÖ var til, til aÖ komast hjá siöferöiskröfum lög- málsins án þss aB skerðá bókstafshelgina. ÞaB er mjög ólíklegt, að Páll hafi nokkurn.tíma oríSið veru- lega hugfanginn af smásmygli þessu, eða aÖ hann hafi lent í hræsninni, sem alt af lá þar viÖ dyrnar. En aÖ minsta kosti var hann eldheitur lögmálstrúarmaöur. DýrkaBi “lögmáliB, sem var í setningum,” og trúbi þvi, aB ekkert æBra væri til í öllum alheimi, nema skaparinn sjálfur; og hugðist geta með helgisiðaiSkunum áunniÖ sér velþóknun Guðs og frelsað sál sína. Og þá geta rnenn ímynda sér, um annan eins alvörumann, hversu hörð muni hafa verið baráttan, sem hann háÖi, til aÖ öðlast frfö vi<5 Guð á þessum grundvelli, og hvernig hann hafi orðið að ganga vonsvik- inn og lamaSur af þeim hólmi, dag eftir dag. Því að þaÖ er ó- hugsanlegt um slíkan mann, að hann hafi noklcurn tíma fundið sálarfrið eöa sanna gleSi 'í “réttlæti Faríseanna.” Þó voru skólaárin í Jerúsalem að vissu leyti góður undir- búningur undir postuladæmið. Páll var fæddur og uppalinn í lögmáisdýrkuninni. Þekti þann hugsunarhátt inn að hjarta- rótum, þvíj að í honum hafði hann sjálfur lifað, og fengið þar mentun sina. Þegar hann því síSar meir var af Guði kvaddur til að ganga á hólm við lögmálstrúna, bæði innan og utan kirkjunn- ar, og sanna það, að frelsunaraflið væri náð Guðs’, en ekki eigið réttlæti; hj álpræðisvegurinn lifandi trú, en ekki dauð veidc; þá gat hann vitnaS um þau mál af heilögum sannleiks-krafti, því að hann þekti hvorttveggja trúarbrögðin af eigin reynslu. G. G. Eden og syndafallið, í febrúar-blaöi Sameiningarinnar birtist ritgjörð eftir Gunn- ar Benedktsson, endurprentuð úr Skirni, með fyrirsögninni: “Adam og Eva rekin út úr Paradís”. Nokkuð margir menn hafa spurt mig síðan, hvernig mér litist á biblíuskýring höfundarins, eða hvort eg væri samþykkur skoðun hans á syndafallinu. Grein- in er vel þess verð, að efnið, sem hún fjallar um, sé athugað með gætni. Þar er til umræðu trúarlærdómur, sem hingað til hefir verið talinn einn af megin þáttunum í guðfræði kirkjunnar. Vil eg því taka mál þetta, eins og það er iborið á borð í ritgjörðinni, til ofurlítillar yfirvegunar. Höfundur greinarinnar er nútiðarmaður í skoðunum. Hann

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.