Sameiningin - 01.06.1927, Qupperneq 12
170
vera endurfæðingar-laug í heilögum anda, eins og skírn-
in. 0g af því svo margt vill saurga hugarfar okkar,
verða bænarstundir okkar að vera hæði margar og góð-
ar.—Ef við erum hæði o f t og v e 1 hjá Guði í bæn, verð-
um við í hugarfari svo hreinir, að hið illa í heiminum
nær ekki neinum tökum á okkur.
Og þó sorgin leggist á okkur, bæði sár og þung, þá
skín bros í hverju tári, þegar hjartað hvílir í barnslegri
bæn í örmum Guðs.
—B. B. J.
Við þjóðveginn.
Skáldsaga eftir Gunnar Benediktsson, Akureyri, 1926.
Þessi skáldsaga hefir valdið talsverðri hreyfingu vatnanna
íslenzku. Svo nærgöngul er hún, aÖ margir finna til meiðsla, og
höfundinum hefir verið stefnt fyrir mannorðs-spell.
Ef sagan er sannur spegill af íslenzkri menning, þá er ekki af
miklu að s'táta.
Snildarverk er sagan ekki frá bókmentalegu sjónarmiði. Á
höf. það sammerkt með öðrum íslenzkum Söguskáldum, að hann
verður oft að segja frá því, sem inni býr með mönnunum, í stað
þess að sýna það í athöfnum þeirra, athugasemdalaust. Líka
þyrfti meiri eld í andann, svo talist gæti sagan snildarverk.
Eigi að síður er bók þessi all-mikið listaverk. Listgildi henn-
ar stafar fyrst og fremst af siðferðislegum þrótti og trygð við
sannleikann, eins og hann blasir við sjónum höfundar. Hás'tig
lis'tarinnar er að segja satt. Margt listaverk fellur til jarðar eins
og vængbrotinn fugl, af því að sá, sem les, eða heyrir, eða horfir
á, finnur, að höfundurinn er að ljúga,—fara með það sem hann
sjálfur ekki trúir. Hér dylst engum að höfundurinn sjálfur trú-
ir því, sem. hann segir.
Sagan er sögö af söguhetjunni sjálfri. Það er aldrei auðgert
að skapa mann og láta hann svo segja sögu, sem honum sé eigin-
leg, fremur en skaparanum sjálfum. í þessari bók er það kona,
sem sköpuð er til þess að segja söguna. Nú verður þá höfundur-
inn að hugsa, finna til og tala eins og sú kona. Og það er sönn list
hjá höfundinum, að hann hverfur sjálfur, en þessi kona verður
lifandi vera, sem segir manni æfisögu sína svo skýrt og blátt á-
fram, að maður getur ekki annað en trúað öllu, sem hún segir.