Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 19
177 áhrif og Jesús á J>á, er hann var með. OrS hans gátu ekki gleymst, hvorki vinum né óvinum. Þegar hann ávítar, þá “nísta þau helg og hrein sem heiðarstormur merg og bein.” Þau fara gegnum hjartað eins og sárbeitt sverð og svifta það allri ró, unz látið er að þeim. Hann mælir huggunarorðum á líkan hátt og móðir við barn með óviðjafnanlegri nærgætni og hluttekningu, og verða þau þyrstum svalalind. En í öllum orðum hans býr sami mátturinn. “Hann talaði eins og sá sem vald hafði.” Hann stóð sjálfur bak við hvert orð, lifði það sem hann kendi, þaðan var þeim kominn krafturinn. Svo var einnig um verk hans . og framkomu alla. Þau lýstu mönnunum af því að birtuna lagði á þau frá persónu hans. Þau voru morgunljóminn, hann sólin að geislabaki. Hefði ekki svo verið, hefði ekki dýrð mannssálarinnar opinberast þar sem hann sjálfur var alstaðar og æfinlega, þá hefði fölva slegið á orð hans og verk og myrkrin reynst máttugri. En nú bentu þau öll til þess, sem þeim var meira. Og enda þótt þeim, sem með honum voru, hyrfu einstök orð og atvik, þá héldu þeir því áfram, sem best var. Persóna hans blasti við þeim full náðar og sann- leika, búin krafti og tign. Áhrifin frá persónu Jesú á menn urðu svo mikil, af því að þeir fundu Guð þar sem hann var. Það var eins og himininn kæmi nær, nýr andi liði um tilveru, jörðin lifn- aði við og fyltist sóls'kini um hlíðar. Þeir vöknuðu eins og af svefni og urðu snortnir af heilagri undrun og ótta: “SpámaSur mikill er upprisinn meðal vor, Guð hefir vitjað lýðs síns.” Þeir reyndu það, að lifandi Guð var nálægur þeim. Nú þurftu þeir ekki framar að efast um hann og spyrja um hann. Svarið brann þeim í brjósti og myndi brenna til eilífðar. Þeir áttu vissuna um hann og ódauðleika heimanna. Þeir þektu hann, lifðu daglega samvistum við hann, meðan þeir fylgdu Jesú. Dásamleg guðs- opinberun var runnin upp fyrir heiminum. Dýpsta þorsta hans bauðst svölun við guðlegar uppsprettur, er streymdu nú fram. III. Áihrifin frá Jesú urðu ekki minni við dauða han's, heldur hið gagnstæða. Minningarnar voru slíkar. Að vísu varð þá blærinn yfir þeim nokkur annar í augum vina hans og lærisveina eins og vér hljótum öll að skilja, sem höfum mist einhvern af þeirn, er oss þykir vænt um. I sál þeirra hefir gjörst eitthvað, af hinu sama. sem alt af er að gjörast, þegar dauðinn heggur nærri hjartanu. Hver minning verður blandin söknuði og sorg yfir því, að hafa “ekki vitað hvað átt hefir fyr en mist hefir.” Og upp úr minn- ingadjúpinu stígur sum augnablik mynd þess, sem oss þykir vænst um, eins og hann komi sjálfur til vor persónulega, og kærleiks-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.