Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 17

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 17
175 stjóra. Eg hélt höndunum út frá mér, til þess aö snerta ekki á rúm- ’iötunum. Þær voru saurgaöar f blóöpeningum, sem eg haföi tekiö á móti frá Sveini útgeröarstjóra. Eg reyndi aö hugsa og friða sjálfa mig með skynsamlegum rök- um. Eg mátti ekki taka þetta svona nærri mér, þótt einn maður væri uppvis aö því að vera óheiöarlegur.i—'“Nei, góða, hann er ekki upp- vís að því. Þú veist það aðeins fyrir tilviljun.” Það er hægra að gróðursetja totryggni en uppræta hana. í huga minn laust niður setningum úr æsingablöðum1, sem eg vissi ekki annað en eg fyrirliti af öllu mínu hjarta. Kolakaupmaður átti of fjár, af því hann tók meira fyrir kolin en honum bar. Ú'tgerðarmaðurinn var auðugur, af því hann borgaði of lítið fyrir framleiðsluna. Menn keyptu hús og seldu þau ennþá dýrara. Þeir græddu á því margar þúsundir, en hinir urðu að greiða hærri húsaleigu. Og þeir, sem kbyptu of dýrt, og þeir, sem fengu minna kaup en íþeim bar, þeir urðu fátækir og komust á vonarvöþef nokkuð bar út af. Þá var slett í þá einni krónu af hundruðum, sem búið var að draga af þeim. Og þeir áttu að þakka og lofa Guð. Eg var hrædd við þessar hugleiðingar. Upp á yfirborðið skaut setningum um það, að þetta væru syndsamlegar hugsanir og móti vilja Guðs. Móti vilja Guðs? Átti eg að leggja mig fram til að þóknast- Guði, sem elskaði Svein með alt brennivínið, og lét hann vera fulltrúa sinn meðal mannanna og stóð langt fyrir neðan mig að göfgi og mannúð ? Og þá gaf eg öllu aftur lausan tauminn. Og sál mín var eins og leikvöllur, uppblásinn af stormviðri æstra tilfinninga. Og ein hugarsýnin annari ægilegri þaut hindrunarlaust fram og aftur, vilt og vitlaust.” Næsta dag yfirgaf Brynhildur heimili sitt og æskustöSvar. Fór fótgangandi austur yfir fjall. Settist þar loks að á fátækum sveitabæ. Bjuggu þar gömul hjón og sonur þeirra vaxinn. Gamli maðurinn lá rúmfastur og svo var þar skortur mikill og ilt að vera, að enginn kvenmaður fékst til að vera þar gömlu konunni til aðstoðar. Brynhildur breytti öllu með mannúð sinni, hreins- aði bæinn, hjúkraði sárþjáða sjúklingnum og hjáipaði þungbún- um og örþreyttum bóndasyninum við útiverkin. Nokkru síðar dó gamli maðurinn. Hún bauSst þá til að vera kyr og giftast bónda- syni. Hann var vænn maður, Sögulok segja frá æfi þeirra, bar- áttu viÖ fátæktina, sigri yfir erfiðleikunum, ástinni einlægri og hreinni, leikjum barnanna og endurminningu liðinna ára í höfuð- staðnum. Þetta er niðurlag sögunnar: “Þegar eg hefi lokið kvöld^störfum mínum, þá eru öll börnin sofnuð og gamla konan líka. Eg var óvenjulega lengi að ljúka störf-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.