Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 23
páskadags. ÞaÖ er aðeins stundarbiÖ, þangaíS til Jesús kemur: Innan skamms og þér sjáið mig ekki—og aftur innan skamms og þér munuð sjá mig. Þanga'ð til vilja þeir hlynna að hverri minn- ingu um hann. Þær eru eins og heilagur eldur á jörðinni, sem logar, svo, að ekkert fær slökt hann. Þeim fer öllum lærisveinum hans eins og hinum tveimur, sem til Emmaus gengu, er þeir lifa upp aftur í anda það, sem hann sagði og gerði hér í lífi og upp- risinn, hjörtu þeirra brenna á veginum. Minningarnar verða jafn- framt grundvöllurinn undir andlegum störfum þeirra. Því að næst lifandi trú á Drottin, krossfestan og upprisinn, var bróður- elskan sterkasti þátturinn í lífi þeirra og einkendi það mest. Þeir lifðu í nýjum heimi við bjartan og eilífan dag, en alt í kring um þá var fólk, sem engan ljóma hafði séð af þeirri dýrð og. var því enn í dauðanum. Þeir þráðu það, að því mætti auðnast að sjá og reyna eitthvað af hinu sama og þeir og að þeir gætu leitt það inn í lífið og ljósið, sem þeir sjálfir áttu. Og til þess var aðeins einn vegur, að segja því frá minningunum um Jesú, einkum dauða hans og upprisu, en treysta honum sjálfum til að fullkomna verk- ið. Mynd hans muni birtast því og það finna kraft og kærleika persónu hans. Þeir voru flestir alþýðumenn og sögðu því frá lát- laust og blátt áfram. En slílc frásögn bjó einmitt yfir mestum mætti í öllum sínum einfaldleik. Hún var bezt boðun fagnaðar- erindisins. Þessi sterk istraumur, sem leikur um Markús, eignast upp- sprettu í hjarta hans. Hann getur sízt horft svo á, að hann haf- ist ekki að. Hann fer sjálfur að boða Jesú og vinna þannig að útbreiðslu kristninnar, eins og móðir hans hefir gert á sinn hátt og fleiri í ættinni. Tvent hefir haft mest áhrif á hann á þeim ár- um og jafnframt orðið honum sterkust hvöt, annað það, hversu lærisveinarnir liðu mikið fyrir trú sína. Þeir eru handteknir og húðstrýktir, Stefán grýttur, Jakob höggvinn, Pétri varpað i myrkvastofu til aftöku, en kemst þó úr greipum dauðans heim í húsið til þeirra mæðgina. Hitt er sigurför fagnaðarerindisins um Jerúsalem fyrst og fremst, Júdeu, Samaríu og Galíleu, út fyrir takmörk Gyðingalands, til Damaskus, Antíokkiu, Tyrusar, Sídon- ar og víðar og víðar. Skyldi Markús þá ekki hafa reynt þetta: “Ó, hversu brann þá mín unga önd fyrir orð hins lifanda að stríða.” VI. Dásamlegast við sigurför kristninnar var það, að sá rnaður- inn„ sem fastast hafði staðið gegn henni og ofsótt mest lærisvein- ana í Jerúsalem, skyldi verða bezta verkfærið í hendi Guðs til þess

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.