Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 7

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 7
i6s deild kirkjunnar í Ameríku lætur sér meira ant um al- gjörðan skilnað ríkis og' kirkju, en lúterska kirkjan. Af hinum stærri deildum kirkjunnar stendur hún fastast á móti því, að kirkjan skifti sér af ríkinu eða ríkið af kirkjunni. Nýlega hefir ritstjóri eins lúterska kirkju- blaðsins, G. T. Lee, gefið út bók, er hann nefnir “Ríki og kirkja.” Er þar sagt frá eðli kirkjunnar og haráttu liðinna alda í þá átt, að aðskilja ríki og kirkju. Nákvæm- lega er sagt frá tildrögum þess, að sú grein var tekin í stjómarskrá Bandaríkja, að þar í landi skuli trúar- bragða-frelsi vera um aldur og æfi og hvorugt skuli. skifta sér af öðru, ríki og kirkja. Færir höf. mörg góð rök að því, að þessu megi aldrei breyta. Telur hann það og fráleitt, að þröngva trúar.bragða-kenslu inn í skóla ríkisins og segir það brot á borgaralegu frelsi lands- manna. Vill hann að allir ríki.sskólar séu óliáðir öllum trúarbrögðum, en láti á hinn . bógfmn trúarbrögðin óáreitt. Allar þessar umræður benda til þess, að samvizka margra manna muni óróleg yfir því, hve foreldrar og aðrir hafi .brugðist börnunum, að því er fræðslu snertir og kristilegt uppeldi. Menn sjá, að til vandræða horfir, ef börn þóðarinnar vaxa upp án þekkingar á Guði og laus við þá ábyrgðar-tilfinning, sem trúin á Guð gefur hverjum manni. Yel er farið, ef .sú tilfinning vaknar og verður sár. En úrlausnin er ófundin enn, önnur en sú gamla og góða, að heimilin skoði það helgustu skvldu sína, að ala börnin upp í gniðsótta. og' kenna þeim að elska og tilbiðja Guð. Heimilin liafa viljað varpa af sér öllum áhyggjum í þessu sem öðru, er að fræðslu lýtur, ogkoma því öllu á skólana. Sú synd er nú farin að koma heimil- unum í koll. Trúna verður ávalt fyrst og .síðast að kenna heinia. Trúna getur enginn kent vel nema pabbi og mamma, Sunnudagsskólarnir geta aldrei komið þar í stað heimilanna. — hvað þá hinir skólarnir. Surinu- dagskólar geta aðeins aðstoðað heimilin. Það er mikið verk og' fag’urt. Sunnudagsskóla-málið er mesta mál kristinnar kirkju eins og nú er ástatt, Við það þarf að h'ggja miklu meiri rækt. —B. B. ,J.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.