Sameiningin - 01.06.1927, Qupperneq 3
H>ametmn8ín.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga
gefið út af Hinu ev. lút. lárkjufélagi Isl. í Vesturheimi.
XLII. WINNIPEG, JÚNÍ 1927. Nr. 6
Afmœlishátíðin í Canada.
Dagana 1.—3. jiílí verður hátíð haldin í Canada um
land alt, til þess að minnast sextugs-aldurs fylkja-sam-
bandsins. Verður það margfaldlega mesta hátíðin, sem
nokkru sinni hefir haldin verið í Canada. Hátíðahöld á
fimtugs-alfmælinu fórust fyrir vegna stríðsins, sem þá
var í algleymingi. 1 liátíðahaldinu fyrirhugaða er ætl-
ast til að allir hinir mörgu þjóðflokkar, sem til landsins
liafa flutzt, taki jafnan þátt. Er þar eng’um liærra gert
undir höfði en öðrum. Allir íhúar landsins minnast
fagnandi þeirra undursamlegu framfara, sem átt hafa
sér stað þau sextíu ár, sem liðin eru síðan canadiska
þjóðfélagið var stofnað, svo að úr fáeinum aðskildum
hjálendum, er orðin stór og sjálfstæð þjóð, sameinuð
innan lands og sjálfráð í ötlum greinum, -sú þjóð, sem
að líkindum á allra þjóða mestan viðgang- fyrir höndum
á næstu áratugum, „sökum landrýmis og enn óunninna
auðsuppspretta.
Síðasti dagur hátíðarinnar er sunnuda gur (3. júlí).
Landstjórnin hefir skorað á kristna kirkju að gangast
fyrir hátíðar-guðsþjónustum þann dag um þvert og’
endilangt landið. Er það trúuðum mönnum fagnaðar-
efni, að ekki verður skaparanum glejmit, né undir hö'f-
uð lagst að þakka almáttugum Guði og biðja um blessun
lians á þessari miklu hátíð. Svo er til ætlast, að í öllum
kirkjum landsins, smáum og stórum, fari fram guðsþjón-
usta á sama tíma dags (kl. 11 f.h.), og að svo miklu leyti,
sem því verður við komið, verði nákvæmlega á sömu
stundu sami sálmur, þar til valinn, sunginn í öllum kirkj-