Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1927, Page 25

Sameiningin - 01.06.1927, Page 25
183 átt, né söfnuðirnir yfirleitt heima á GyÖingalandi. Hann sam- þykkir ekki áætlun Páls, vængirnir eru ekki enn nógu vaxnir og fleygir til þess að fylgja honum. Hann fær heimþrá til samvinnu við þá, er hann skildi betur og þeir hann, og lætur hana ráða, hversu sárt sem Páli hefir sviðið það. En áhrifin frá Páli lifa áfram í sálu hans, þó leiðir skilji, og festa þar dýpri og dýpri rætur. Þau verða til þess öllu öðru fremur að móta andlegt líf hans á manndómsárunum og eíla þroska þess, eins og samveran við fyrstu lærisveina Jesú fyrir sitt leyti, meðan hann var á æskuskeiði. Hánn hafði aldrei lifað neitt, sem jafnaðist á við það, að vera með Páli. Því lengra sem líður, því meiri verður Páll og boðskapur hans í huga hans. Enginn postulanna prédikaði með öðrum eins krafti og hann, og þunga- miðja kenningar hans var jafnan hin sama: Kristur, krossfestur og upprisinn. Hann dvaldi elcki við minningarnar um líf Jesú hér á jörðu á sama hátt og þeir hinir. Þetta tvent hafði gagntekið svo huga hans. Þlann hafði sjálfur reynt persónulega gildi þess fyrir sig. Því var hlýjan svo mikil og mátturinn í orðum hans. Þegar hann kendi í samkundunum og sagði frá því, aö hann lifði x trúnni á Guðs-son, sem elskaði hann og hefði lagt sjálfan sig í sölurnar fyrir hann, og lýsti friðnum, sem kristnir menn ættu við Guð fyrir Drottin Jesú Kidst, náðinni, er þeir ættu aðgang að, voninni fagnaðarríku um dýrð Guðs, og kærleika Guðs, sem út- helt væri í hjörtu þeirra,—þá hlaut hver maður að finna, er hlýddi á hann, að hann talaði af reynslu, hann hafði sjálfur í í'aun og veru öðlast frið. Kenning hans um Krist var það að lýsa áhrifum hans lifandi og upprisins á hjarta sitt. Heimur fagnaðarerindis- ins, sem Páll lifði í, opnast Markúsi meir og meir, og hann verður í anda lærisveinn hans ekki síður en Péturs. VII Áhrif þeirra beggja varða mestu í lífi Markúsar, enda starf- ar hann einnig með þeim síðar. Iíann sannfærist um það, að Páll hafi rétt fyrir sér í þvi, að boða heiðingjum kristni ekki síð- ur en Gyðingum og vill að 2 árum liðnum fara með honum og Barnahasi um sömu stöðvarnar og þeir höfðu ferðast í 1. kristni- boðsför sinni. Þá vildi Páll að vísu ekki taka hann með, og þeir frændur sigldu saman til Kyprus til langdvalar. En eftir það verða þeir Markús og Páll samverkamenn og vinir. Markús er jafnvel hjá honum í fangelsinu og er auðfundið, hversu Páli hef- ir þótt vænt um hann. Þaðan fer Markús til Litlu-Asíu, ef til vill eftir ósk hans. Á næstu árum er sennilegt, að hann hafi verið fylgdarmaður og túlkur hjá Pétri, andlegum föður sínum, og að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.