Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 18
176
um mínum í kvöld. Þá krýp eg á kné viö beö barna minna og baöa
sál mina í bæn til Guðs. Eg hefi aldrei fundið það eins og í kvöld,
hvað bænin er í insta eðli sínu. Eg þarf einskis að biðja. Eg þarf
ekkert aö tala. Eg finn, aö eg hvíli í faömi Guðs. Of alt, sem eg
ann, þaö hvílir þar, alt það, sem eg minnist, og alt það, sem eg sakna,
allar vonir mínar, dýpstu þrár hjarta míns og fegurstu framtíöar-
idraumar. Eg beygi mig í skilyrðislausri auðmýkt fyrir vilja hans,
sem gaf mér eitt sinn háleitt takmark til að lifa fyrir og lét mig hverfa
frá því. Hann, sem leiddi mig frá öllu sem eg unni, foreldrum og
æskustöövum, og lét mig berast sem skipbrotsmiann til þessara stööva.
Það er hönd hans, sem heíir knúð mig á kné við beð hinnar nýfæddu
kynslóðar til þess að vaka í bæn yfir þroska hennar til þess köllunar-
starfs, sem henni er geymt í skauti framtíðarinnar.”
—B. B. J.
Markús og Guðspjall hans,
ýBrot fir sögu frumkristninnarý.
Eftir séra Ásmund Guðmundsson, skólastjóra.
I.
Elzta guðspjallið, Markúsar-guðspjall, hefir dýrlegri Krist-
mynd að geyma en flest vor órar fyrir. Vér höfum yfirleitt ekki
komið svo skýrt auga á hana, að hjá oss hafi vaknað djúp löngun
til aö sökkva oss niður í lestur þess, hvað þá meira. O'ss dylst
mjög fegurð hennar og líf, horfum á hana eins og í móðu og
fjarska. Það er eitt hið mesta mein vort. Eflaust finnum vér
mörg til þess og þráum að skifti um til hins betra og birti meir
yfir, því að afstaða vor til Krists muni varða mestu báðum megin
grafar. En þótt vér tökum að lesa um hann, þá fer oft svo, að
hjartað verður ósnortið, allur lífsstraumurinn eins og rennur frarn
hjá, og vér fáurn ekki tekið á klæðafakli hans, sem vér þurfum að
finna. Viö þessu fæst aðeins bót, er vér heyjum innri baráttu
fyrir heilindum hugarfarsins og lifum bænalífi. Þá mun oss
renna upp ljós, þegar vér lesum með djúpri íhugun, og mörg sann-
indi birtast í upphaflegum ljóma sínum. En svo gæti það einnig
orðið oss nokkur styrkur, ef vér reyndum eins og að lifa oss inn í
sál höfundarins, horfum á andlega sjóndeildarhringinn, sem við
honum blasti, og leituðumst við að skilja, hvernig rit hans hefði
orðið til.
II.
Aldrei hefir neinn lifað hér á jörðu, sem hefir haft önnur eins