Sameiningin - 01.06.1927, Síða 26
i84
lokum komiÖ nieÖ honum til Róm og veriÖ þar, er hörmungarnar
gengu yfir. ÁriÖ 64 kveikti Neró keisari í borginni og kendi síð-
an um kristnum mönnum þar. Ægileg ofsókn hefst á hendur
þeirn og foringjarnir láta líf sitt. Hföfuð Páls fellur fyrir böðuls-
öxi Nerós og Pétur deyr sama dauða og Drottinn hans. Margir
skírast blóðskírn Jesú og drekka kvalabikar hans. Postular Jesú
eru að hverfa af jörðunni, og þeim fækkar óðum, sem þektu hann
persónulega. Þetta verður Markúsi köllun til að skrifa guðspjall
sitt um hann. Minninga-arfurinn verður að geymast áfram
kris'tnum mönnum til styrktar og huggunar í eldraununum. Hann
verður að bæta þeim skilnaðinn við þá, sem burt eru farnir, og
hjálpa þeirn til þess, að varðveita rnynd Jesú lifandi hjá sér. Mar-
kús vill gefa þeim bestu gjöfina, sem hann hafði þegið, aleiguna, og
svala við það hjarta sínu, sem enn titrar eftir ofsóknirnar. Þannig
verður Markúsarguðspjall til. Tvær meginkvíslar falla þar sam-
an og marka sér farveg, straumur minninganna frá Pétri og Öðr-
um fyrstu lærisveinum Jesú um líf hans á jörðinni, og kraftur og
reynsla þess manns, er lifði á andlegan hátt nánustum samvistum
við Jesú upprisinn. Það er alt orðið Markúsi sjálfum líf, sem
hann skrifar.
VIII.
Elzta heimild um Markúsarguðspjall eru orð Papíasar bisk-
ups í Plíerapólis frá miðri annari öld, og skírskotar hann aftur til
háaldraðs manns, sem hann hefir þekt í æsku, Jóhannesar safnað-
aröldungs í Efesus, höfundar guðspjallsins og fleiri rita Nýja
testamentisins. Þau eru á þá leið, að Markús, túlkur Péturs, hafi
ritað upp miningar hans um Jesú, en þó eklci í réttri röð, heldur
sem líkast því, sem Pétur kendi; hafi Markús ekki skrifað upp
eftir Pétri, heldur eftir minni. Guðspjallið sjálft staðfestir þetta.
Það er sízt samfeld æfisaga Jesú, heldur er brugðið upp myndum
hverri af annari til þess að lýsa honum og starfi hans hér á jörðu.
Og þær eru svo skýrar margar og lifandi, að það dylst ekki, að
sjónarvottur s'egir frá. Víða kemur jafnvel berlega fram orðalag
Péturs. Frá síðustu dvöl Jesú í Jerúsalem er sagt lang-nákvæm-
legast, enda styðst Markús þar einnig við minningar sjálfs sín og
.annara borgarbúa. Fullur þriðjungur guðspjallsins er um hana,
og má fylgjaast með því, er gerist, dag frá degi og sumstaðar
meira að segja stund eftir stund. Markús veit, að þar er þunga-
miðja kenningarinnar: dvöl Jesú, dauði og upprisa samkvæmt
ráðsályktun Guðs. Jesús er ekki Messías þrátt fyrir pínu sína,
heldur einmitt vegna hennar. “Mannssonurinn er ekki kominn