Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 6
21. mars 2011 MÁNUDAGUR6 Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars 100 KRÓNUR Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Bandaríkin ■ Herskip úr sjöttu flotadeildinni hafa skotið á annað hundrað Tomahawk-flugskeytum. ■ Fjöldi bandarískra herþota hefur gert loftárásir á skotmörk í Líbíu. Frakkland ■ Flugmóðurskipið Charles de Gaulle ásamt stuðningsskipum er á leið á vettvang. ■ Orrustuþotur hafa farið í eftirlits- flug yfir Benghasi og gert árásir á skriðdreka og önnur vígatól stjórnarhers Líbíu. ■ AWACS-eftirlitsflugvél hefur verið notuð til eftirlits. Bretland ■ Sendir orrustuþotur en hefur ekki gefið upp nákvæman fjölda. ■ AWACS-eftirlitsflugvél er til taks. ■ Tvær freigátur eru undan ströndum Líbíu. Danmörk ■ Sex orrustuþotur eru komnar til Sikileyjar. Ítalía ■ Býður sjö herstöðvar til afnota fyrir ríki sem taka þátt í aðgerðum í Líbíu og leggur til að höfuðstöðvar fjölþjóðaliðsins verði í Napólí. ■ Flugmóðurskipið Giuseppe Garibaldi er við strendur Sikileyjar með átta orrustuþotur um borð. ■ Eru með tíu orrustuþotur til við- bótar í viðbragðsstöðu. Kanada ■ Sex orrustuþotur hafa verið sendar til Ítalíu. ■ Freigáta er til taks á Miðjarðar- hafinu og getur tekið þátt í aðgerðum. Spánn ■ Fjórar orrustuþotur og eldsneytis- vél eru komnar til Ítalíu. ■ Kafbátur, freigáta og eftirlitsflugvél eru til taks. ■ Býður tvær herstöðvar til afnota. Noregur ■ Hefur boðist til að senda sex orr- ustuþotur en þær verða ekki til taks fyrr en um miðja viku. Belgía ■ Átta orrustuþotur eru komnar til Grikklands og verða til reiðu á mánudag. Katar ■ Fjórar orrustuþotur eru sagðar til taks til að framfylgja flugbanni. Tíu ríki hafa lofað herafla eða aðstöðu Undir stjórn Gaddafi Undir stjórn uppreisnarmanna Átök milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna Helstu flugvellir Al Bayda Tobruk Al Brega Ras Lanuf Bin Jawad Sirte Heimabær Gaddafís Zuara Zaiwiya Sabratha Gharyan Misrata Benghasi TRIPOLI 200km Loftvarnastöðvar Líbíumanna L Í B Í A T Ú N I S E G Y P T A L A N D ©GRAPHIC NEWS FRÉTTASKÝRING: Loftárásir á Líbíu Loftvarnakerfi Líbíu er sagt illa skaddað eftir loft- árásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands. Gaddafí segist ekki ætla að víkja og hefur hert á sókn stjórnarhers Líbíu gegn uppreisnarmönnum. Tölur um mannfall eru á reiki. Stríðsátök í Líbíu verða langdregin og blóðug sagði Mohammar Gadd- afí, leiðtogi landsins, í símaviðtali við ríkissjónvarp Líbíu. Talið er að loftárásir á laugardag hafi eytt að mestu loftvörnum landsins. Talsmaður Líbíuhers lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi. Sam- bærileg yfirlýsing var sett fram á föstudag en árásir stjórnarhersins á uppreisnarmenn héldu engu að síður áfram. „Við lofum ykkur löngu stríði án nokkurra takmarkana,“ sagði Gadd afí. Hann sagði herafla vest- urveldanna engan rétt hafa til að gera árásir í landinu, og líkti þeim sem fyrir árásunum standa við krossfara og hryðjuverkamenn. „Við munum berjast fyrir hverri tommu af landi,“ sagði Gaddafí, en undir símaviðtali við hann sýndi ríkissjónvarp Líbíu mynd af gyllt- um hnefa með kramið líkan af bandarískri orrustuþotu. Hann sagði árásirnar „greini- legt dæmi um árásargirni nýlendu- og krossferðaríkja sem gæti vel hleypt af stað nýju krossferða- stríði“. „Líbíska þjóðin er sameinuð, karlar og konur hafa nú fengið skotvopn og sprengjur. Þið getið ekki gert árás, þið getið ekki stigið fæti á þetta land,“ sagði Gaddafí. „Þið eruð ekki búin undir langt stríð í Líbíu en við erum tilbúin.“ Talsmaður bandarískra stjórn- valda sagði í gær talsverðan árangur hafa náðst með árásum um helgina. Hann sagði loftvarna- kerfi landsins verulega laskað, og því hægt að framfylgja flugbanni Sameinuðu þjóðanna yfir landinu. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði árásirnar löglegar, ekki sé hægt að horfa upp á Gaddafí murka lífið úr líbísku þjóðinni. Hann tók þó skýrt fram að ekki stæði til að senda landher til Líbíu. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sagði árásirnar „nauðsynlegar, löglegar og rétt- látar“. Talsvert magn af sinnepsgasi Engar staðfestar fregnir hafa bor- ist af manntjóni í loftárásunum sem beinst hafa að ratsjárstöðv- um og öðrum loftvörnum landsins. Líbíska ríkissjónvarpið hélt því í gær fram að 48 hefðu látist og um 150 særst. Þessar tölur hafa ekki verið staðfestar. Gaddafí sagði sjálfur í yfirlýsingu sinni að flest- ir hinna látnu væru konur, börn og trúarleiðtogar. „Rétt er að taka með nokkrum fyrirvara sumu af því sem sýnt er í líbíska sjónvarpinu,“ sagði George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, í samtali við BBC í gær. Hann sagði hernaðaraðgerð- ir skipulagðar með það að mark- miði að valda óbreyttum borgur- um sem minnstu tjóni. Mike Mullen, formaður banda- ríska herráðsins, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC að vitað væri að Gaddafí hefði aðgang að talsverðu magni af sinnepsgasi, sem sé verulegt áhyggjuefni þó ekkert bendi til þess að hann hafi í hyggju að beita efnavopnum í baráttu sinni við uppreisnarmenn í landinu. Í það minnsta 110 Tomahawk- stýriflaugum var skotið af banda- rískum og breskum skipum á hernaðarleg skotmörk á borð við loftvarnastöðvar í Líbíu á laug- ardag. Árásir voru einnig gerðar með bandarískum og frönskum orrustuþotum og sprengjuflug- vélum. Loftárásirnar héldu áfram í gær og í það minnsta 70 skriðdrekum, brynvörðum bílum og öðrum far- artækjum líbíska hersins var grandað nærri borginni Beng- hasi, höfuðvígi uppreisnarmanna í Líbíu. Eftir sólsetur í gær hófu loftvarnabyssur í höfuðborginni Trípólí skothríð, en ekki var í gær- kvöldi ljóst hvort franskar, bresk- ar eða bandarískar þotur voru þá yfir borginni. Um 100 látnir í Benghasi Þrátt fyrir loftárásir hélt stjórn- arher Líbíu áfram árásum á upp- reisnarmenn. Talið er að á annað hundrað uppreisnarmanna og óbreyttra borgara hafi látið lífið í Benghasi í sprengjuárásum Líbíu- hers á laugardag og sunnudag. Sonur Mohammars Gaddafí lýsti á föstudag yfir einhliða vopnahléi í átökunum við uppreisnarmenn. Lítið mark hefur verið tekið á yfir- lýsingu hans, og var hart barist við borgina Benghasi. Skortur á nauðsynjavörum, einkum lyfjum, er farinn að gera vart við sig í borginni. Gaddafí heitir langvinnum stríðsátökum Arababandalagið gagnrýndi í gær hernaðaraðgerðir vestrænna ríkja í Líbíu, og hefur boðað til neyðar- fundar vegna árásanna. Bandalagið kallaði þann 12. mars eftir flugbanni yfir landinu. Í yfirlýsingu sem kom frá banda- laginu í gær segir að árásirnar nú þjóni ekki þeim tilgangi að vernda almenna borgara í Líbíu eins og yfirlýst markmið flug- bannsins hafi verið. Afríkusambandið tekur í svipaðan streng í ályktun sem sambandið sendi frá sér í gær. Þar er þess krafist að árásum verði hætt. Þá hafa rússnesk stjórnvöld krafist þess að „handahófs- kenndum“ árásum á skotmörk í Líbíu verði hætt tafarlaust. Í yfirlýsingu sem gefin var út í gær segir að samþykki öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna nái aðeins til aðgerða sem ætlað sé að vernda almenna borgara. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands falli langt utan þess ramma. Mótmæla hernað- araðgerðum í Líbíu „Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt formlega stuðning við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og styðja aðgerðir sem byggja á þeim grunni og miða að því að koma í veg fyrir grimmdar- fullar ofbeldis- aðgerðir harðstjórans Gaddafí gegn almenningi,“ segir Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra. Hann minnir á að Gaddafí hafi lýst því yfir að engu yrði eirt þegar herinn myndi ráðast inn í höfuðvígi uppreisnarmanna. „Mér finnst óbærilegt að horfa upp á að notaðar séu flugvélar og önnur vígatól til að drepa saklaust fólk, vopnlítinn almenning.“ Styðja aðgerðir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FÖGNUÐU Uppreisnarmenn nærri borginni Benghasi fögnuðu þegar stjórnarherinn hörfaði í kjölfar loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta. NORDICPHOTOS/AFP Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.