Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 4
21. mars 2011 MÁNUDAGUR4
SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg hefur eytt um
1,2 milljörðum króna í snjómokstur og aðra
vetrartengda þjónustu á árunum 2008 til 2010.
Veturinn 2008 kostaði þjónustan borgina um 500
milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands var óvenjumikill snjór það
árið og var hann víða til trafala við samgöngur.
Útgjöld við mokstur og annað því tengdu hafa
verið minnkuð um helming síðan árið 2008.
Heildarkostnaður við þjónustuna síðasta vetur
var 280 milljónir og 375 milljónir veturinn 2009.
Það sem af er vetrinum í ár, hefur borgin eytt
tæpum 130 milljónum í mokstur og er talið ólík-
legt að sú tala muni hækka mikið úr þessu. Er
þetta fjórðungur af þeim kostnaði sem borgin
varði í þjónustuna árið 2008.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur
hjá Reykjavíkurborg, segir að þrátt fyrir mikla
skerðingu í fjárveitingum til moksturs þá hafi
það ekki bitnað mikið á þjónustu við borgarbúa.
„Það hefur ekki borið mikið á kvörtunum. Við
reynum að sinna þessu eftir því sem þörf er á,“
segir Guðbjartur. „Svo er það ekki fjárveitingin
sem ræður alltaf, heldur er það veðráttan sem
skiptir öllu máli.“
Akureyrarbær eyddi 65 milljónum króna í
snjómokstur árið 2008. Heildarkostnaður við
mokstur í bænum síðustu fjóra vetur hefur
kostað 252 milljónir króna. Mokstur í desember
einum í fyrra kostaði um 20 milljónir.
Kostnaður Akureyrarbæjar við snjómokstur
hefur verið frá 52 milljónum og upp í 72 millj-
ónir hvert ár frá vetrinum árið 2007, en mestu
var eytt í fyrra sé miðað við síðustu ár. Ástæðan
fyrir auknum kostnaði er sögð einföld: Veðurfar.
„Það var bara miklu meiri snjór,“ segir Helgi
Már Pálsson, bæjartæknifræðingur hjá Akur-
eyrarbæ. „Ég held að hér sé mjög vel mokað og
er nokkuð viss um að þjónustustigið sé nokk-
uð hátt. En það eru auðvitað meira en 17 þús-
und aðrir sérfræðingar í bænum sem eru allir
ósammála mér.“
Samkvæmt Veðurstofunni voru 9 alhvítir
dagar á Akureyri síðasta vetur. sunna@frettabladid.is
DANMÖRK 72 prósent danskra ung-
lingspilta og 3,6 prósent danskra
unglingsstúlkna horfa á klámefni
á netinu, í sjónvarpi eða í blöðum
tvisvar sinnum í viku eða oftar
og falla því undir skilgreiningu
fræðimanna á stórnotendum á
klámi.
Danskir unglingar nota klám
í mun meiri mæli en jafnaldrar
á hinum Norðurlöndunum, sam-
kvæmt könnunum. Samsvarandi
hlutfall í Svíþjóð er 37 prósent
hjá drengjum en 1,5 prósent hjá
stúlkum.
Í samtali við Politiken segir
sagn- og kynjafræðingurinn
Anette Dina Sørensen að menn-
ing Dana sé mun umburðarlynd-
ari gagnvart klámi en menning
annarra Norðurlandaþjóða. - pg
Danir umburðarlyndir:
Nota klámefni
í stórum stíl
DÓMSMÁL Tæplega fertugur
maður hefur verið dæmdur í sex
mánaða óskilorðsbundið fangelsi
fyrir að ráðast á sambýliskonu
sína í ágúst síðastliðnum.
Konan hafði komið heim frá
móður sinni með mat á postulíns-
diski. Maðurinn var þá dauða-
drukkinn og þegar hún freist-
aði þess að fá hann til að fara að
sofa brást hann hinn versti við,
þreif postulínsdiskinn og kastaði
honum í andlit konunnar. Diskur-
inn brotnaði við höggið.
Konan hlaut sjö sentimetra
gapandi skurð á augabrún og
smærri skurði á vörum.
Maðurinn, sem á nokkurn
brotaferil að baki, var sakfelld-
ur gegn neitun sinni. Hann þarf
jafnframt að greiða konunni 400
þúsund krónur í bætur.
- sh
Dæmdur í hálfs árs fangelsi:
Kastaði postu-
línsdiski í konu
ÞÝSKALAND, AP Knútur, ísbjörninn góðkunni,
drapst í dýragarðinum í Berlín um helgina.
Fjöldi aðdáenda Knúts flykktust að hliði dýra-
garðsins í gær og lögðu þar niður blóm og
kransa til að minnast hans.
Talið er að ísbjörninn hafi fengið einhvers-
konar flogakast eftir að hafa legið í sólinni
á laugardag. Hann datt í laugina í búri sínu
í kjölfarið og drukknaði þar, fyrir framan
augu mörg hundruð áhorfenda. Einn áhorf-
endanna, Eveline Litowski, sagði í samtali við
þýska fjölmiðla að Knútur hefði verið afar
ánægður að sjá og ekki sýnt nein merki þess
að hann væri að veikjast. Svo hafi hann allt í
einu kippst við eins og í flogakasti og dottið
niður í laugina. Hræ Knúts var dregið upp
úr lauginni í gær. Sérfræðingar munu kryfja
það í dag til þess að komast að dánarorsök, en
starfsmenn dýragarðsins telja víst að dauða
hans hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
Öll heimsbyggðin fylgdist með þegar mynd-
ir af nýfæddum ísbjarnarhúni, sem hafði
verið afneitað af móður sinni, birtust í fjöl-
miðlum árið 2007. Knútur varð umsvifalaust
eitt vinsælasta dýr heims og stjarna dýra-
garðsins í Berlín. Hann varð þó einungis fjög-
urra ára gamall, en meðal ævilengd ísbjarna
er á milli 15 til 20 ár. - sv
Knútur, vinsælasti ísbjörn heims, drapst í dýragarðinum í Berlín um helgina, fjögurra ára að aldri:
Talinn hafa drukknað eftir flogakast
THOMAS DÖRFLEIN OG KNÚTUR Dörflein tók Knút að
sér eftir að móðir Knúts afneitaði honum. Hann lést úr
hjartaáfalli árið 2008, 44 ára að aldri.
NORDICPHOTOS/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
13°
12°
11°
14°
12°
8°
8°
20°
15°
17°
11°
27°
2°
14°
14°
6°Á MORGUN
10-15 m/s V-til,
annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
Fremur hægur vindur
um allt land.
3
0
-1
0
-1
1
-1
4
3
5
-4
9
11
3
9
6
5
5
10
4
10
9
1
-4
-3
-1
0 2
-5 -4
-5
0
ÁFRAM SVALT Í
dag og næstu daga
verða suðvest-
lægar og vestlægar
áttir ríkjandi. Búast
má við éljagangi,
einkum vestan til á
landinu en á mið-
vikudaginn léttir
heldur til suðvest-
anlands er líður á
daginn. SA- og A-til
mun eitthvað sjást
til sólar. Enn er því
bið eftir vorinu.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
Helmingi minna fé eytt í
snjómokstur í Reykjavík
Reykjavíkurborg eyddi 500 milljónum króna í snjómokstur árið 2008. Kostnaður fór niður í 280 milljónir
2010. Akureyri hefur aukið fjármagn í mokstur á milli ára. Reykjavík dregur saman um 100 milljónir á ári.
MOKSTUR Í GRAFARVOGI Mokstursþjónusta hefur dregist saman um helming í Reykjavík á síðustu árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Veturinn 2007
Snjór var meiri suðvestanlands
en verið hefur í nokkur ár.
Þrálát snjóflóðahætta og mjög
úrkomusamt. Metúrkoma víða
sunnanlands.
Veturinn 2008
Snjór var til trafala við sam-
göngur og illviðri voru tíð.
Snjór var meiri sunnanlands en
algengt hefur verið síðustu árin.
Óvenjumikið snjóaði í Vest-
mannaeyjum.
Veturinn 2009
Úrkoma vetrarins var í ríflegu
meðallagi, um 12 prósent
umfram meðallag í Reykjavík,
en um 20 prósent á Akureyri.
Desember var úrkomusamastur
í Reykjavík, en janúar á Akureyri.
Veturinn 2010
Mjög snjólétt var sunnan lands
og jörð var alhvít í Reykjavík
aðeins 5 daga. Alhvítu dagarnir
á Akureyri voru 9 og er það 3
dögum minna að meðaltali
síðustu 10 árin.
Heimild: Veðurstofa Íslands
- www.vedur.is
Úttekt Veðurstofunnar á veðurfari síðustu vetra
GENGIÐ 18.03.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,7971
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,42 114,96
184,25 185,15
161,17 162,07
21,609 21,735
20,355 20,475
17,925 18,031
1,4034 1,4116
181,05 182,13
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is
Við lífrænt